5.4.2009 | 12:06
Barnapössun
Kæru bloggvinir
við erum nú pínu fúl af því það er bara einn sem hefur kvittað fyrir síðustu færslu. Svo vinsamlegast takið ykkur á! :)
Annars er allt með frið og spekt hérna. Við erum núna að passa Rebekku Rut, dóttur Steina og Sigrúnar hér í Kollund. Móðirin renndi á sjúkrahús í morgun og eignaðist aðra dóttur. Þetta gekk allt vel og þau eru væntanleg heim seinnipartinn. Vanir menn á ferðinni þarna. Það gengur væntanlega ekki alveg svona fljótt fyrir sig þegar frúin eignast sitt kríli. Annars gleymdi frúin að skrifa í síðustu færslu að hún fór til ljósmóður um daginn. Þetta leit allt eðlilega út og barnið er eðlilega stórt. Svo fer hún ekkert skoðun fyrr en í 35 viku og þá hjá lækninum. Þeir eru búnir að skera niður einhverjar heimsóknir til ljósmóður. Það er alltaf verið að spara. En ef maður er eitthvað áhyggjufullur getur maður haft samband við ljósmóðurina.
Bóndinn fór að taka til með íþróttafélaginu í gær. Þetta tók auðvitað eilífðartíma, enda þurfti að taka margar pásur. Síðan tók hann rispu í garðinum og nú er nánast búið að fella öll trén fyrir framan húsið. Við erum búin að fá lánaðan traktor og risa kerru hjá nágrannanum til að koma þessu frá okkur. Þetta verður mikill munur þegar við erum búin að koma þessu í burtu. Garðurinn hefur stækkað um helming. Nágrannakonan heilsaði upp á okkur í fyrsta skipti í gær. VIð héldum að hún ætlaði að skamma okkur eitthvað, en henni leist bara vel á þetta. Enda hefur birt helling í garðinum.
Við hjónaleysin erum svo í fríi núna fram yfir páska og hefur það ekki gerst í mörg ár að við séum saman í fríi yfir hátíðar. En þetta er nú kosturinn við nýja starfið hjá kallinum. Það er stefnt á meiri garðvinnu og kannski reynum við eitthvað að gera í húsinu. Fasteignasalinn kom við í vikunni og ætlaði að reyna að finna einhverja lausn á peningaleysinu. Við reiknum nú ekkert með að það gerist kraftaverk, þar sem það er brjálað að gera hjá honum. En hann er nokkuð lunkinn við að leysa svona mál svo við vonum það besta. Okkur er allavega farið að langa til að geta hent okkur í sófann. Ekki haft sófa í 6 mánuði.
Það hefur verið bongóblíða hér undanfarið og spáin er svipuð næstu daga, svo það er um að gera að nýta það til útivinnu. Æðislegt að fá smá sól og hita eftir gráan og leiðilegan vetur.
Jæja það getur verið að bóndinn hendi inn myndum af garðaframkvæmdum á næstu dögum.
Kveðja úr sólinni
Tisetgengið
Athugasemdir
Gaman að heyra að allt gengur vel. Það væri ekkert smá gaman að kíkja til ykkar og sjá allt "live"!
Hildur (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 16:15
Njótið þess að vera saman í fríi. Öfunda ykkur af veðrinu, hér er bara rigning og aftur rigning.Stundum slydda.
Búið að vera nóg að gera hjá okkur, pabbi dó fyrir viku síðan og verður jarðaður núna á þriðjudaginn.
Kveðja úr Garðinum
Gunna (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 19:12
Það er nú ekki svo að ég sé hætt að lesa bloggið ykkar, síður en svo
Ég er sko áskrifandi og hélt bara kanski að það væri leiðigjarnt að fá endalaust kvitt frá mér í hverri viku
En dugleg eruð þið í framkvæmdunum og ég samgleðst ykkur svo sannarlega að vera loksins saman í fríi - það er sko alveg nauðsynlegt annað slagið.
Bestu kveðjur frá Ameríkubúunum.
Kata (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 03:22
Enn og aftur takk kærlega fyrir pössunina. Og alveg frábært að maður gat staðið svona við sitt og eignast barnið á góðum tíma og þið í fríi... ekki amalegt
Vonandi að þið hafið not af spæn vélinni til að minnka þetta greinaflæði hjá ykkur. Það ætti allavega að minnka haugaferðirnar hjá ykkur eitthvað.
Sjáum hress vonandi fljótlega.
Knús í kot
Sigrún og allir hinir í Kollund
Sigrún (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 16:53
Dugleg eru þið, þetta verður rosa flott. Við eigum eftir að renna til ykkar og sjá :)
Dísa & Elli (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 06:31
Kvitti kvitt fyrir lesturinn, gaman að sjá óléttumyndir af þér Ragga, tekur þig vel út.
Bryndís (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.