12.4.2009 | 18:02
Garðvinna
Kæru bloggvinir
þá er páskafríið að veíða búið. Ótrúlegt hvað tíminn líður alltaf hratt. Við höfum annars haft nóg að gera í garðinum. Við réðumst jú í að slátra öllum trjánum í framgarðinum. Afraksturinn má sjá í nýjasta albúminu hér á síðunni, albúmið heitir apríl. Við fengum nágrannann til að koma með stóra keðjusög og taka niður stærstu trén. Hann fékk svo að hirða drumbana í brenniofninn. Við erum nefnilega farin að kynda með trépillum. Svo okkur fannst fínt að hann fengi að hirða þetta fyrir hjálpina. Konan hans var að vinna svo allur krakkaskarinn var hér líka að hjálpa til. Ekki slæmt að fá svona hjálp! Hann keyrði svo helling af greinum og drasli í brennu sem er verið að safna í fyrir sumarið. Hér í Danmörku halda þeir upp á svokallaðan sankt hans dag. Það hefur eitthvað að gera með að fæla nornir í burtu. Þá er til siðs að kveikja brennu. Svo við erum víst búin að gefa okkar hlut í þá brennu. En allavega þá er rosa munur að vera búin að taka til í garðinum, þó þetta hafi verið algjör negravinna. Við erum búin að sitja þarna og grilla og njóta sólarinnar. Það hefur verið rosa gott veður um páskana svo það hefur verið fínt að við höfum verið stopp í framkvæmdum innandyra.
Á skírdag ákváðum við að taka okkur pásu og keyrðum út til vesturstrandarinnar. Staðurinn heitir Blåvandshuk og er mjög fallegur staður. Við löbbuðum með ströndinni. Við erum bæði heilluð af vatni svo að við notum hvert tækifæri til að komast nálægt því. Það var hellingur af túristum. Mest Þjóðverjum. En þeir sækja mikið til Danmerkur. Hundurinn fékk líka að synda í sjónum, svo allt í allt góð ferð fyrir fjölskylduna.
Í gær var okkur svo boðið í hádegismat hjá vinafólki okkar nálægt Aabenraa. Þau eru ótrúlega dugleg að redda okkur hinum ýmsu hlutum. Þau þekkja mann sem safnar alls konar dóti og við njótum góðs af því. Við erum m.a. búin að fá nánast nýtt klósett, fínan barnavagn, svo fátt eitt sé nefnt. Það er ótrúlega mikils virði að hafa svona sambönd. Við kíktum svo líka í kaffi til nýbakaðra foreldra í Kollund. Nýja stelpan er svo róleg að hún bara sefur og borðar og nýtur lífsins. Algjört draumabarn! :)
Í dag var svo meiningin að rífa niður skorsteininn, en nágranninn gat ekki komið og hjálpað svo það verður að bíða til morguns. Við renndum svo til Árósa og ætlum að gista hjá vini okkar John. Við höfðum þörf fyrir að komast aðeins út úr húsi og sjá eitthvað annað. Það spillir auðvitað ekki fyrir að við gátum farið til arabavina okkar og keypt kjöt. Það vantar sárlega svona araba þarna niður til Suður-Jótands. En það er ekkert við því að gera. Við verðum bara að nota ferðirnar hér til Árósa til að versla hjá þeim.
Svo við vonum að nágranninn komi á morgun og við getum klárað þetta skorsteinsvesen og haldið áfram að vinna í húsinu. Svo tekur við vinna og nestispakkagerð. Eitthvað sem frúin gjörsamlega hatar. Sko nestispakkarnir. Hún á eftir að vinna ca. 2 vikur, spurning hvað hún á að gera heima þar til krílið kemur í heiminn. Allar góðar hugmyndir vel þegnar.
Kær páskakveðja
Tisetgengið
Athugasemdir
Heyrðu já sko ég er löngu búin að lesa þessa færslu sko! Gleymdi bara að kvitta en mundi eftir því þegar ég sá kvittið þitt hjá mér
Frábært að þið áttuð ánægjulega páska
En ég var að skoða nýju myndirnar og er að spuglera......... Hafið þið eitthvað á móti trjám?
Nei annars er ég viss um að það var ekki vanþörf á þessu, en ég fer ekki ofan að því að mér fannst flottara útsýnið frá innganginum áður en þið tókuð runnana
finnst nefnilega hundakofinn (eða hvaða kofi sem þetta er þarna hinum megin) ekkert serstaklega flottur sko
Sem minnir mig líka á annað - Hvaða skúr er þetta fyrir aftan/hliðina á húsinu ykkar?
Bestu hlaupakveðjur, Kata og Co.
Kata (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 16:42
Kata mín
nei við erum ekkert á móti trjám, en þetta sem var í garðinum var bara í svo mikilli órækt. Kofinn á bak við húsið er brenniskúrinn, þar er brenniofninn sem hitar upp húsið og svo er þetta bara gamalt hænsnahús, sem við notum til að geyma tré og trépillur.
Húsið fyrir framan er nú ekki hundakofi heldur vatnsveitan hér í bænum. Þar er að finna besta vatnið í Danmörku, allavega ef þú spyrð Tisetinga.
kv Ragga
Guðmundur Jón Erlendsson, 14.4.2009 kl. 18:03
Þið eruð sko skæruliðar að fara svona með gróður jarðar, :) Við berjumst við það í 20 ár að koma upp einni spýru, sem hugsanlega er bækluð og skökk eftir hvassa norðanáttina, og þið bara þurrkið út heilann skóg! (djók)
Þetta verður bara mjög flott hjá ykkur, hlakka til að koma í heimsókn!
kveðja frá Kjóunum!
Bragi Einarsson, 16.4.2009 kl. 10:03
Verð að bæta því við að áður en þið tókuð til hendinni, leit .þetta út eins og gott rjóður í Amazon! Fáið þið ekki víðáttubrjálæði?
Bragi Einarsson, 16.4.2009 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.