19.4.2009 | 14:25
Afslöppun
Kæru bloggvinir
þá er komið að hinni frægu bloggfærslu vikunnar! Hér hefur verið bongóblíða undanfarna daga. Samt ekki nema 13-15 stiga hiti í dag. Það hefur verið svolítil gjóla svo það hefur nú ekki verið eins hlýtt og um páskana. En allavega stórgott að sólin skín. Við getum allavega ekki kvartað.
Annars hefur frúin legið í leti um helgina. Bóndinn fór í fermingarafmæli og skemmti sér víst mjög vel. Hann var allavega vel hás þegar það heyrðist í honum áðan. Hann er væntanlegur heim seinnipartinn á morgun.
Við rifum annars niður skorsteininn á mánudaginn með aðstoð nágrannans. Þetta var nú töluvert meiri vinna en við höfðum reiknað með. Hann var ansi traustbyggður efst, en eftir því sem við komum neðar varð hann lausari í sér. Þessu fylgdi auðvitað ótrúlega mikið ryk og drulla, en ekki eins mikið sót og við höfðum búist við. Við reiknum með að niðurrifi sé þá lokið í bili. Við komumst upp á háaloft. Þar hefur verið sparað með einangrun, en lögð gólfteppi yfir í staðinn! Ansi frumlegt. Nú er bara að bíða eftir að við getum fengið múrara til að hjálpa okkur í stofunni. Nágranninn á líka eftir að klára að loka gatinu þar sem skorsteininn var. Sem betur fer hefur verið þurrt veður undanfarið, annars hefði rignt beint niður í stofuna. Vonandi finnur hann bara tíma fljótlega til að klára þetta. Við tókum nokkrar myndir af framkvæmdunum, aldrei að vita nema eitthvað af þeim rati inn hér. Sumar eru reyndar bara alveg hvítar út af rykinu. En við kíkjum á málið.
Bóndinn fór svo á stjórnarfund í íþróttafélaginu í vikunni, það er verið að skipuleggja bæjarhátíðina sem er hér í byrjun júní. Þess má líka geta að íþróttafélagið stendur fyrir happadrætti og frúin vann heilar 50 kr. Geri aðrir betur. Og við erum ekki einu sinni búin að ná að borga fyrir miðana. Svo við vonum bara að þetta númer sé eitthvað happanúmer og við vinnum meira.
Þar með held ég að fréttabrunnar frúarinnar séu orðnir þurrir.
Kveðja
Grasekkjan
Nú á frúin bara eftir að vinna eina viku. Hún er ekki ennþá búin að finna út hvað hún á að gera heima allan daginn. Annars er hún víst bara lúksusdýr, sumar konur fá ekki að fara í barneignarfrí fyrr en 4 vikum fyrir settan dag. En það er líka eins gott fyrir hana að koma með þetta á réttum tíma því bóndinn er búinn að skipuleggja sumarfríið út frá þessu. Þannig að ef barnið kemur á settum tíma þá verður hann heima í 5 vikur eftir fæðingu. Það væri nú ekki verra. Frúin hefur nú efasemdir um að hún geti fundið út úr því að meðhöndla svona barn. En það verður bara að reyna á það.
Athugasemdir
Ragga mín þú ert örugglega fædd í þetta hlutverk og finnur út hvað þú átt að gera við ungabarn. Gleymdu því bara ekki einhvers staðar, haha. Vorum að vonast að heyra frá karlinum meðan hann væri á landinu en þetta er nú stutt stopp. Hafðu það gott og þú finnur örugglega eitthvað að gera þennan tíma þangað til barnið fæðist.
Kveðja úr Garðinum
Gunna (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 15:09
Elskan mín þú átt eftir að fara létt með mömmuhlutverkið þetta er svo meðfætt hjá okkur konunum vil ég meina
Ég sé þig fyrir mér nýta tímann í fæðingarorlofinu með því að finna meira barnadót og svo þarf að þvo fötin og gera þau klár fyrir komuna svo áður en þú veist af verður þú farin að bíða eftir krílinu.
Vonandi nást bara framkvæmdirnar áður en krílið lætur sjá sig.
Knús í kotið
Sigrún í Kollund
Sigrún (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 13:02
Sammála síðustu ræðumönnum, þetta er okkur konunum meðfætt já eða kemur yfir okkur í fæðingunni :) Efast ekki um að þú rúllar þessu upp eins og öllu öðru og svo hefur þú líka reyndan mann í bransanum þér við hlið
Já þetta með að hafa eitthvað að gera heima. Ja sko, ég er nú kanski ekki rétta manneskjan til að svara þessu og þó! Það er nefnilega þannig með mig að ég vonaðist alltaf til að geta unnið bara svona til tvö á daginn og svo dúllað mér heima eftir það við bútasauminn, skrappið, uppeldið........ en svo núna þegar ég hef allan heimsins tíma þá VERÐUR MÉR EKKI NEITT ÚR VERKI! Var miklu duglegri þegar ég vann fulla vinnu. EN þú ert nú svo skipulögð kona að þetta á ekki eftir að verða svona hjá þér heldur verður þú svona Dagný 2 með fínt og flott heimili og nýtur lífsins
Hvaða áhugamál hefur þú annars? Dettur svona í hug að þú gætir dottið í garðræktina (matjurtir kanski), kafað ofaní matreiðslubækur og eldað gómsæta rétti fyrir Gumma þinn (náttulega allt lífrænt!!!!), lesið, prjónað, dúllað við barnið, gönguferðir............ já þú átt eftir að njóta lífsins kæra vinkona.
Bestu kveðjur í bæinn, Kata og Co.
Kata (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.