Þakvinnu lokið

Kæru bloggvinir

fyrst viljum við nú þakka kærlega fyrir hvetjandi skilaboð frá lesendum hér á blogginu. Það er mjög gaman að heyra að þið haldið að þetta verði einhvern tíma íbúðarhæft hérna hjá okkur. Við trúum því ekki alltaf sjálf.

Þetta er annars fyrsta vika frúarinnar hérna heima. Hún hefur nú staðið sig nokkuð vel og haft nóg fyrir stafni. Við höfum verið að hreinsa veggfóður af nokkrum veggjum og það er hálfgerð negravinna. Allavega ekki neitt rosalega spennandi. Það munar voða miklu að karlinn vinnur á svona skiptum vöktum, hann fer í vinnuna kl. 6:30 á morgnana og kemur aftur heim kl. 9 og fer svo aftur um 13:00 leytið. Þetta styttir daginn allavega verulega fyrir frúnni. Svo er hann heima öll kvöld og um helgar. Það er algjör lúksus.

Bumbubúinn er farinn að vera meira ákveðinn og farinn að sparka undir rifbeinin, ekkert rosalega þægilegt sko. Frúin er að fara til læknis á morgun, vonandi verður þetta nú bara allt eins og það á að vera. Það er mjög furðulegt að hugsa til þess að eftir ca. 6 vikur þá erum við ekki lengur bara tvö hérna á heimilinu, heldur þrjú. Það verður líka spennandi að sjá hvernig húsdýrin hér bregðast við. Við héldum að annar kötturinn okkar væri farinn á vit feðra sinna. En rétt eftir að við skrifuðum síðustu færslu kom hún töltandi heim. Hún var svöng, en annars amaði ekkert að henni. Hún var ekki heima á pilludeginum (þær fá pilluna á föstudögum) svo nú bíðum við spennt eftir að sjá hvort einhver fresskötturinn hafi gert hana ólétta. Við vonum ekki. Ekkert grín að vera með kettlinga í þessu róti.

Við vorum að vonast eftir að fá múrara hér í gær, en hann afboðaði einu sinni enn og erum við orðin verulega þreytt á þessu. Bóndinn hafði spurst fyrir í íþróttafélaginu, hvort einhver þekkti múrara og það kom einn slíkur hér í morgun. Hann reiknar með að geta hafist handa í þessari viku, og við vonum bara að það standist. VIð þurfum svo að borga honum eitthvað fyrir, en hinn sem við vorum að bíða eftir, hefði gert þetta nánast frítt. En það hjálpar lítið þegar maðurinn kemur aldrei. Svo er bóndinn kannski líka búinn að finna rafvirkja, sem er komin á eftirlaun, sem kannski getur lagað rafmagnið eitthvað til, fyrir lítinn pening.  Við verðum að bíða með að skipta út töflunni, en við getum allavega fengið fleiri tengla og innstungur.

Í gær fórum við á stóran dýra og flóamarkað hérna rétt hjá. Þetta er árlegur viðburður og fullt af fólki. Þarna getur maður keypt allt frá hömstrum upp í hesta og allt þar á milli. Það var fullt af hrikalega sætum hvolpum, en við létum ekki freistast. Enda víst nóg annað framundan.

Nágranninn kom svo í morgun og lokaði þakinu, sem betur fer, því nú á hann að fara að leggjast í rigningu. Og hann var ekki fyrr búinn en það byrjaði að rigna, svo við erum allavega rosalega fegin að þetta er búið. 

Bóndinn er kominn með fésbókarsóttina. Hann er kominn með síðu á fésinu og er afar upptekinn af þessu. Hann ætlaði að setja inn mynd af sér, en þá kom í ljós að það eru eiginlega ekki til neinar myndir af honum einum. Flestar myndir eru ýmist með frúnni eða krökkunum, svo það verður að bæta úr því. Aldrei að vita nema við hendum inn myndum af kappanum og kannski bumbumyndum af frúnni núna í vikunni. Það eru líka nokkar myndir úr garðavinnunni, sem sennilega koma á sama tíma.

Jæja þetta var nú helst í fréttum hér úr sveitinni

kveðja

Gummi og Ragga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ duglega fólk. Þið fáið hrós vikunnar fyrir að hafa ekki bætt við bústofninn þegar þið fóruð á dýra og flóamarkaðinn og náttulega Gummi fyrir að vera orðin Fésbókarvæddur :D Nú ætla ég bara að drífa mig inn á FB og athuga hvort hann vilji nokkuð vera vinur minn!!!!

Kata (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:10

2 identicon

Halló halló kæru vinir!

Ferlega geta danir nú verið ómerkilegir að svíkjast undan vinnu, sér í lagi þegar mikið liggur á að klára hlutina sem fyrst. Skil vel að þið hafið leitað að öðrum manni fyrst hinn klikkaði. Maður hefur ekki endalausa þolinmæði.

Vonum nú að kisan verði nú ekki ólétt eftir þessa útiveru sína.

Bestu kveðjur í kotið

Sigrún og co Kollund

Sigrún. (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband