Loksins, loksins

Kæru bloggvinir

þá er loksins komin gangur í innanhússframkvæmdir hér á nýjan leik. Múrarinn var hér miðvikudag og fimmtudag og kemur aftur á morgun. Við héldum nú að hann myndi vinna þetta bara hægt og rólega, enda á tímalaunum, en maðurinn vann þetta bara eins og hann væri í akkorði. Hann er búin að múra upp hurðagötin og viðbótina við vegginn. Við þurftum svo að leggja ný rör til að setja rafmagnskapla í. Hann fyllir svo upp í það á morgun. Þetta er maður sem var bitinn af einhverju skorkvikindi og hann er með einhverja taugaskaða í höndunum, svo hann getur ekki unnið venjulega vinnu. Suma daga er hann víst alveg frá. En við erum ekkert smá fegin að hafa dottið niður á þennan mann. VIð erum svo búin að ákveða að skipta um loftklæðninguna líka. Það á eftir að koma mikið betur út og kostar eflaust ekki meira en að mála allt loftið. Hann er tilbúin að hjálpa við það og að klára gólfið. Svo þetta lítur nú allt mun bjartara út núna en það hefur gert. En drullan og viðbjóðurinn sem fylgir þessu er engu líkur. En við erum nú svo sem orðin vön að búa í drullu. Maður kann örugglega ekkert að þrífa þegar maður þarf að fara að gera það aftur. Það væri auðvitað best að geta bara spúlað þetta eins og í fjósi, en það er nú víst ekki hægt.

Frúin fór til læknis á mánudaginn og þetta leit allt vel út. Læknirinn ætlaði nú aldrei að finna hjartsláttinn og frúin var orðin verulega stressuð, en hún var bara að leita á vitlausum stað. Barnið lá víst eitthvað undarlega. Það er nú sennilega heldur ekkert auðvelt að finna hjartslátt þegar maður sér ekki barnið. Þeir nota bara einhvers konar tæki sem nemur hljóð í gegnum magann. Frekar gamaldags.

Við erum svo búin að vera að berjast við að leggja öll þessi rafmagnsrör um helgina. Þetta er heilmikil handavinna. Svo kemur rafvirkinn og tengir þetta. Karlinn er alveg að drepast í bakinu svo hann getur ekki unnið eins hratt og hann vildi sjálfur. En við því er nú ekkert að gera. Hann er svo slæmur að hann ætlar að fara til læknis á morgun! :)Frúin er auðvitað líka handónýt í allt svona. Hún er farin að finna vel því að vera ólétt. Það þarf ekki mikið til að þreyta hana núna. Það á nú ekki vel við hana að horfa bara á, en það er víst ekki mikið annað í boði.

Bóndinn reiknar með að henda inn nokkrum myndum í vikunni, svo þið getið séð breytingarnar.

kveðja

Tisetgengið

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HæHæ    það er nú mikið að þú færð pabba til að fara til læknis ragga !! En ragga þú átt að hvíla þig ef þú ert ólétt!!! pft.. haha  en gott að húsið sé að komast í lag  hjá ykkur  svo geti þið bara látið ella þrífa í sumar meðan ég baða mig í sólini  heh en hlakka til að sjá ykkur á fimmtudaginn

kveðja HelgaRut

Helga Rut Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband