Ofvirki múrarinn

Kæru bloggvinir

þá erum við komin í samband við umheiminn aftur. Vegna óviðráðanlegra orsaka tókst ekki að skrifa blogg á réttum tíma. Vonum að þið hafið ekki farið alveg í kerfi vegna þess.

Múrarinn, sem við fengum til að hjálpa okkur hefur verið algjörlega ofvirkur hér síðustu daga. Hann er búinn að setja nýtt loft í stofuna og eldhúsið og er að verða búin að leggja parket á allt gólfið. Við ætluðum nú að nota gólfið sem var fyrir, en það var svo skakkt að það var ekki vegur að fá þetta til að passa saman. Hann er líka búin að pússa veggina, svo það er ekki eins mikið ryk hérna núna, en það var komið áður, svo þetta er orðið vel ógeðslegt. Hann er búin að gera veggina svo slétta að við þurfum sennilega ekki að veggfóðra, og erum við nú mjög sátt við það. Okkur finnst ekki sérlega fallegt að hafa veggfóður og það er gott að sleppa við að setja það upp. Við erum búin að henda eldhúsinnréttingunni út, svo nú erum við eldavéla- og eldhúslaus. Það sem verra er, er að það er eitthvað rafmagnsvandamál, sem við þurfum að reyna að leysa. En allavega erum við örugglega eldavélalaus næstu 3 vikurnar og spurning hvernig við leysum rafmagnsmálin almennt. Svo við verðum sennilega bara að fara að lifa af örbylgjumat.

Við verðum svo að fara til Árósa á laugardaginn að reyna að fá eldhúsinnréttingu í IKEA. Það er bara ein IKEA búð á öllu Jótlandi, svo það er alltaf brjálað að gera. En það verður gaman að fara og velja innréttingu. Við vorum nú nokkurn veginn búin að ákveða hvernig við vildum hafa þetta, en það var áður en við stækkuðum eldhúsið. Svo nú þurfum við eiginlega að planleggja þetta allt upp á nýtt. En það er nú örugglega hægt að fá einhverja ráðgjöf, svo þetta verði nú almennilegt. Þegar við rifum gömlu innréttinguna út, kom í ljós hellingur af músaskít og ein ekki svo gömul mús, en hún var sem betur fer dauð. En það þarf að reyna að finna út hvernig þær komast inn, svo maður sé ekki með þetta inn undir öllu, nagandi í sundur leiðslur og svona.

Annars gengur lífið sinn vanagang. Sólin sem við erum búin að hafa allan apríl er greinilega farin í pásu og það hefur rignt hér í nótt. Það voru þrumur og eldingar í gær og það var víst maður á Norður-Jótlandi sem varð fyrir eldingu og dó.

Jæja man ekki meira í bili

kveðja frá drullupúkunum í Tiset


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Leiðinlegt að heyra þetta með rafmagnið. Eins gott að þetta uppgötvaðist í tíma, maður veit aldrei hvað hefði getað gerst. Guði sé lof segi ég nú bara.

Vonandi finnið þið innréttingu sem þið eruð sátt við í Ikea...það verður spennó að sjá svo hvort þeir geti afgreitt allt rétt.. hef heyrt því fleygt að Ikea séu snillingar að afgreiða vitlaust, en krossa putta fyrir ykkur

Sjáumst vonandi fljótlega

kveðja

Sigrún í Kollund

Sigrún (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband