IKEA er martröð

Kæru bloggvinir

Jæja þá er komið að skrifum vikunnar sem eflaust margir bíða spenntir eftir! :)

Við erum nú búin að vera ansi framtakssöm í vikunni. Við renndum með alla ónýtu ofnana í endurvinnsluna og þar fær maður pening fyrir herlegheitin. Að vísu fengum við bara 45 aura fyrir kílóið og þetta voru 150 kg. En betra en að henda þessu bara á haugana. Það er svo margt svona sniðugt í Danaveldi. Við erum nú líka búin að fara ófáar ferðir á haugana. Það er ótrúlegt hvað safnast mikið af drasli hérna þegar maður stendur í svona framkvæmdum.

Á föstudaginn var svo haldið í IKEA. Við vorum nú mætt hálftíma eftir opnun, og bjuggumst við að þetta yrði nú ekki lengi gert. En neinei. Þetta er víst einn af verstu dögunum í IKEA og við biðum í 4 tíma eftir að komast að í eldhúsinnréttingaráðgjöf. Það taka sér nefnilega margir frí þennan föstudag eftir uppstigningardag, til að lengja helgina. En allt endaði þetta nú vel og við völdum fína innréttingu. Vantar reyndar nokkra skápa í viðbót, en við verðum að kaupa þetta í fleiri áföngum. Þetta kemur svo til okkar 10 júní. Það er víst brjálað að gera í eldhúsinnréttingunum hjá þeim svo það er lengri biðtími en venjulega. En við hljótum að lifa þetta af. Við gátum tengt eldavélina, svo það er allavega hægt að elda eitthvað smávegis. Svo er bara vaskað upp á klósettinu. Við erum svo sennilega búin að fá nágrannann til að hjálpa okkur með að ganga frá rafmagninu. Svo þetta lítur nú allt betur út. Í gær renndum við svo til Þýskalands eftir málningu. Þar fæst bæði ódýrari og betri málning. Við erum ekki enn búin að ákveða hvort það verður veggfóður undir, en það kemur í ljós fljótlega. Bóndinn er svo búinn að vera að hamast við að pússa veggina í dag. Frúin er hálf ónýt í þessu. Hún er allavega ekki nýtanleg í mikið annað en að rétta verkfæri og hella upp á kaffi. Þetta á nú ekki vel við hana en við þessu er ekkert að gera.

Við renndum líka til Sönderborgar í gær til að kíkja á bíl. Þetta voru íslensk hjón sem vorum að reyna að selja gamlan volvo. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema að konan byrjaði strax að tala um drauga og spyrja okkur undarlegra spurninga. Það var eins og hún þekkti okkur. Hún spurði meðal annars hvort barnið í maganum væri strákur númer 2. Við föttuðum nú ekki alveg hvað hún var að meina, en hún var hörð á því að þetta væri strákur. Frúnni fannst þetta nú fullmikið af því góða. Ef maður vildi vita hvort kynið þetta væri, þá væri maður nú búin að fá að vita það. Hún var líka mjög upptekin af því hvort bóndinn hefði tengsl við Grindavík. Maðurinn hennar afsakaði hana með því að hún væri miðill. Okkur fannst þetta nú meinfyndið. En bíllinn var allavega ekki neitt spennandi svo við höldum áfram að leita. En við sannfærðumst ennþá meira um að það er til mikið af sérstöku fólki.

Á morgun er svo síðasta skoðun hjá ljósmóður, það verður spennandi að vita hvað hún segir. Lækninum fannst barnið virka eitthvað svo stórt, en maður veit ekki alveg hversu mikið er að marka það. Krakkinn tekur rosa syrpur í vömbinni og kúlan er stundum alveg á fleygiferð. Maður gæti haldið að það væri heilt fótboltalið þarna inni stundum.

 Jæja best að fara að skola af sér múrrykið

kveðja frá Tiset

Ragga og Gummi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt að gerast Gott að vita að allt er í sómanum hjá ykkur og drengur á leiðinni!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  Maður getur þá farið að prjóna blátt verst bara  að ég prjóna ekki

Bestu kveðjur og gangi þér vel í fæðingunni Ragga.

Kata (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 20:24

2 identicon

Margt spennandi að gerast hjá ykkur! Ég trúi því ekki að þetta sé strákur er sko búin að ákveða fyrir löngu að þetta er stelpa

Njóttu síðustu daga meðgöngunnar

Hildur (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 13:22

3 identicon

Hæ hæ

Já þetta var nú meira liðið í Sönderborg..frekar undarlegt að kynna sig fyrir fólki á þennan hátt!

Vonandi gekk skoðunin vel hjá ljósunni, bjalla í þig við tækifæri og fæ að heyra betur.

Bestu kveðjur

Sigrún

Sigrún í Kollund (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 13:03

4 Smámynd: Bragi Einarsson

Heil og sæl

Ég tek undir það með ykkur IKEA getur verið martröð, en hægt að gera ágætis kaup, það vantar ekki. Kannast við það frá því í fyrra. Mikið vildi ég getað skotist t.d. til Kananda á bílnum til að versla inn, hér er allt verð að fara í hæstu hæðir, þeir voru að hækka bensín um 16 kr í gær og öllarinn fer að hækka líka! Og allt hefur þetta áhrif á gengisvísitöluna! Dapurt! Burt með f****** verðtryggingun!

Ég var að skoða fermingarafmælismyndirnar hjá Gumma í gær, svakalega töff lið. Er núna að mæta í mína 35 ára veislu í kvöld, ég lofa engum myndum en sjálfsagt verður eitthvað tekið.

Farið vel með ykkur, kveðja ú Kjóalandinu.

Bragi Einarsson, 29.5.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband