Bæjarhátíð í Tiset

Kæru bloggvinir

jæja þá er best að standa sig í að skrifa á réttum tíma þessa vikuna. Bóndinn hefur haft brjálað að gera. Það hefur verið mikið að gera í vinnunni og svo hefur hann verið á fundum alla vikuna að undirbúa bæjarhátíðina í Tiset. Hún byrjaði svo á fimmtudaginn. Við höfum verið viðloðandi þarna flesta daga að hjálpa smá til. Það hefur verið gert ýmislegt skemmtilegt. Á föstudaginn var fínn matur og mjög vel mætt og svo var hljómsveit sem spilaði fyrir dansi. Á laugardaginn var svo fírað upp í grillum og allir gátu komið og grillað sinn mat. Það var reyndar mjög illa mætt í það. Yfir daginn var svo keppt í fótbolta og ýmsu öðru. Þannig að það hefur ekki verið nein lognmolla í Tiset þessa helgina.

Elli kom á þriðjudaginn, og hefur verið duglegur að hjálpa pabba sínum. Þeir eru búnir að setja veggfóður á alla stofuna og eldhúsið og það er enginn smá munur. Við hendum kannski inn myndum fljótlega. Ef bóndinn finnur tíma til þess. Á morgun vonum við svo að það komi rafvirki og geri tilboð í að leggja nýtt rafmagn. Vonum að það verði ekki eitthvað himinhátt verð. Þannig að þetta skríður nú allt áfram þessa dagana. Það þarf að mála í stofunni þegar veggfóðrið er þornað og svo er þetta bara að verða tilbúið. Við vonum að eldhúsinnréttingin komi á miðvikudaginn, þeir voru allavega búnir að lofa því.

Frúin er að fara til ljósmóðurinnar á morgun, það ætti nú allt að ganga vel. Hún vaknaði með svo mikinn bjúg á höndunum í morgun að það þurfti nánast að klippa trúlofunarhringinn af. En bóndinn náði honum af með hjálp mikillar sápu. En þetta fylgir nú víst bara.

Frúin er búin að eignast óvin hér í Tiset. Hún fer út að labba með hundinn á hverjum degi og var búin að finna fínan hring til að labba. Mátulega langan fyrir bæði hundinn og hana. Eina vandamálið var að við þurftum að labba fram hjá húsi með tveimur geðveikt stórum hundum sem geltu og héngu á girðingunni þegar maður labbaði framhjá. Stundum kom eigandinn út og var eitthvað að reyna að halda í þá, en yfirleitt hlupu þeir bara meðfram girðingunni og geltu eins og geðsjúklingar. Í gær fór frúin svo út að labba, þennan venjulega rúnt. Að vanda komu hundarnir hlaupandi, en nú bar svo við að eigandinn kom á eftir þeim og öskraði á mig hvort ég þyrfti endilega að labba framhjá húsinu hans á hverjum degi. Og hrópaði eitthvað meira sem ég nennti ekki að hlusta á. Við fórum eitthvað að tala um þetta í gærkvöldi yfir matnum og þá eru nú fleiri sem ekki þora að ganga framhjá húsinu. Eigandinn er líka búin að hóta krökkum sem koma og banka upp á að hann sigi hundunum á þau ef þau koma. Hann býr þarna einn með mömmu sinni, sem lítur heldur ekki út fyrir að vera alveg í lagi. Þannig að nú fer frúin bara að finna sér nýja gönguleið. Enginn þörf á að æsa þennan Rambó eitthvað meira upp.

Jæja best að fara að hvíla sig

Liðið í Tiset


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

díses ekki spennandi náungi, best að passa sig á að labba ekki framhjá honum í sumar þegar ég kem :) Vonandi gengur allt vel á morgun!

Hildur Bjargmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 20:16

2 identicon

Gaman að heyra hvað Gummi er orðin mikið félagsmálatröll, já og þið bæði Þetta er farin að verða hinn áhugaverðasti bær af öllum frásögnunum ykkar! Ég öfunda Hildi ógó mikið að ætla að heimsækja ykkur í sumar en ég bíð bara betri tíma

Bestu kveðjur og gangi þér vel í fæðingunni

Kata (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 09:56

3 identicon

Gaman að heyra hvað allt er að ganga vel Hlakka mikið til að koma eftir 14 daga hihi Ætla rétt að vona að barnið verði komið, ég er með smá glaðning handa því sem þið fáið ekki að vita hvað er þangaðtil ég kem

Kv, Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:38

4 Smámynd: Sigga

Hæ hó Ragga mín...passaðu þig á Rambó - rosalegar framkvæmdir eru þetta! hlakka til að sjá hvernig nýja eldúsið kemur út :) farið vel með ykkur..knús og kossar xx s.

Sigga, 14.6.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband