Ekkert bólar á barninu

Kæru bloggvinir

Þá er einn dagur í settan fæðingardag og ekkert bólar á barninu. Enda er ábyggilega fínt að vera bara inn í bumbunni. Það er búið að vera mikið um veislur um helgina. Í gær fórum við til Kolding í skírnarveislu. Þegar við komum varð okkur ljóst að veislan átti að vera í dag. En þar sem við vorum mætt á svæðið varð ekki aftur snúið. Í dag var svo afmælisveisla í Kollund, Rebekka Rut hélt upp á tveggja ára afmælið sitt. Við fengum að venju góðar veitingar og nutum góða veðursins. Við erum annars búin að vera að setja saman eldhúsinnréttinguna. Þetta vafðist nú eitthvað fyrir okkur á köflum, en með lagni hafðist þetta nú. Við vonumst svo til að fá hjálp til að setja hana upp á morgun eða hinn. Það verður algjör draumur að fá eldhús aftur. Við tökum bara myndir þegar þetta er allt komið.

Við fengum rafvirkja til að leggja nýtt rafmagn í gamla hlutann af húsinu og skipta um rafmagnstöflu. Það var mikill léttir að fá það gert. Aldrei sniðugt að vera með rafmagn sem getur klikkað hvenær sem er. Svo nú ætti þetta allt að vera komið inn í nútímann. Það á eftir að taka smá tíma að venjast því að það séu tenglar út um allt. Það var bara einn tengill í stofunni og einn í eldhúsinu áður. Maður á örugglega ekki heldur eftir að muna að slökkva ljósin! Það er allt í lagi með rafmagnið í nýja hlutanum af húsinu, svo þar þarf ekkert að gera.

Það er búið að setja saman barnarúmið og gera mest allt klárt. Það þarf að ryðja út úr svefnherberginu til að koma því fyrir hér inni. En það hlýtur að leysast. Það verður allavega rosa gott að að losna við sjónvarpið úr svefnherberginu og geta farið að nota stofuna aftur. Okkur vantar gólf- og loftlista, annars er stofan tilbúin. Við þurfum líka að sækja sófana í geymslu. En þetta kemur allt saman með kalda vatninu. Maður vill auðvitað helst að þetta sé bara tilbúið, helst í gær.

Flakkkisan okkar hefur ekki sést í heila viku. Það var kona sem sagði að maðurinn hennar hefði fundið kött sem líktist okkar sem var búið að keyra á. Hann fór með hana út í skóg og gróf hana. Svo sennilega er hún farin á vit feðra sinna. 

Jæja það er víst lítið annað að frétta héðan úr sveitinni

kveðja

Ragga, Gummi og Elli litli :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þökkum innlitið. Alltaf gaman að fá ykkur í heimsókn !!

Gangi ykkur vel með sænsku skrúfurnar.

Kv,

Steini og hele familien.

Þorsteinn Eggertsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband