21.6.2009 | 20:34
Prinsessan komin heim
Kæru bloggvinir
þá er sú stutta komin heim til Tiset. Við komum heim seinnipartinn í gær. Frúnni fannst alveg eins gott að koma heim eins og að vera á spítalanum. Hér heima er allavega einhver til að hjálpa ef eitthvað er að. Starfsfólkið á sjúkrahúsinu hafði ekki mikinn tíma, svo maður fékk ekki mikla aðstoð. Daman hefur verið pínu óvær, en ástæðan er sennilega að frúin mjólkar ekki nóg ennþá. Við höfum því gefið henni smá þurrmjólk með og við það hefur barnið róast mikið. Þær voru búnar að segja á sjúkrahúsinu að maður ætti alls ekki að gefa henni þurrmjólk. En okkur finnst betra að barnið sé ekki svangt. Svo hún fær bara bæði brjóst og smá þurrmjólk. Hún er voða róleg þegar hún er södd og sefur vel. Allavega ennþá. Við vonum að það haldi bara áfram. Fæðingin gekk vel. Frúin fór í baðkar til að lina hríðarnar. En svo gekk þetta allt svo hratt undir það síðasta að hún náði ekki upp úr karinu. En það er nú örugglega ekkert slæmt fyrir barnið að fæðast í vatni. Það eru komnar einhverjar myndir af dömunni hér inn á bloggið og við verðum að fara að setja myndir af stofunni og eldhúsinu. Bóndinn hefur bara ekki haft tíma. Hann hefur haft nóg að gera við að hjálpa til með þá stuttu. Enda maður með reynslu á ferðinni.
Við höfum svo verið að taka til og raða í herbergin og stofuna. Það er rosalega gaman að geta tekið aðeins til í kringum sig. Það var bara öllu troðið þar sem var pláss þegar við fluttum inn. Nú vantar bara smotterí upp á til að stofan og eldhúsið séu tilbúin. Það er rosa gaman að geta aftur setið í stofunni og horft á sjónvarpið. Maður var búin að gleyma hvað væri gott að sitja uppréttur og horfa á kassann. Enda búin að horfa á sjónvarpið úr rúminu síðan í október.
Bóndinn á rétt á að taka tvær vikur í fæðingarorlof strax eftir fæðingu. Hann ætlar samt að vinna núna næstu viku. Svo er hann kominn í 3 vikna sumarfrí og tekur 2 vikurnar í framhaldi af því. Svo okkur hlakkar bara til að geta verið heima og dundað okkur og notið þess að vera með dömunni. Við erum farin að pæla í nöfnum og eru ýmsar hugmyndir í gangi. En eitt er allavega alveg víst. Það verður eitt íslenskt og eitt nafn sem Danirnir geta sagt.
Formaðurinn í íþróttafélaginu kom í vikunni og setti tréstork í garðinn. Storkurinn heldur á dúkku í bleiu. Þetta er siður í Danmörku að setja stork í garðinn hjá nýbökuðum foreldrum. Voða sniðugt.
Jæja þá er víst komin tími á að koma þeirri stuttu í rúmið. Og foreldrarnir þurfa víst líka að fara að halla sér.
kveðja
Gummi, Ragga, óskírð og Elli
Athugasemdir
Gott að heyra að allt gengur vel :)
Hildur (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 15:15
gaman að fá að fylgjast eð :D:D bara frábært að sjá littlu snúlluna :D:D Kveðja Frá Austría Helga Björg
MYR, 22.6.2009 kl. 18:01
Til lukku, elskurnar! Vorum að koma frá Spáni þegar við fengum fréttirnar! Langar til að heyra í ykkur hljóðið, sendu mér símanúmerið á grafisk@simnet.is
kveðja úr Kjóalandinu
Bragi Einarsson, 22.6.2009 kl. 20:39
Innilegar hamingjuóskir með þessa hrikalega fallegu stelpu! Vonandi gengur allt vel með hana og hjá ykkur öllum, bestu kveðjur Lilja og co
Lilja (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 23:13
til hamingju öllsömul með hvort annað! Geggjaðar fréttir :) ég vona að öllum heilsist vel og ég vona að sjá myndir hér reglulega.
Bob biður að heilsa (btw, hann var að spá í þessu nafni: óskírð! ha ha...hafði aldrei heyrt þetta nafn áður - ég er búin að útskýra þetta fyrir honum ha ha!)
xxx Sigga
Sigga, 28.6.2009 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.