Sól og blíða

Kæru bloggvinir

þá er litla daman orðin 10 daga gömul og dafnar vel. Hún fær ennþá bæði brjóst og þurrmjólk og er mjög vær þegar hún er södd. Það kom hjúkrunarkona hér heim til okkar í vikunni og leist bara vel á hana. Hún hafði lést pínu eftir við komum heim en ekkert óeðlilega mikið. Hún ætlar svo að koma aftur í næstu viku og kíkja á hana. Annars koma þær ekki svo oft. En mjög fínt að hafa smá stuðning. Stundum efast maður nú um að maður sé að gera þetta allt rétt. Hún á svo að fara í heyrnarpróf á þriðjudaginn. Hún er búin að fara bæði út í búð og út í vagni. Hún grjótsefur í bíl og hefur það líka mjög fínt úti í vagninum. Hún þarf að þyngjast aðeins áður en hún má fara að sofa úti. Það er búið að vera rosa gott veður og við erum búin að setja upp sundlaug í garðinum.

Bóndinn er kominn í 5 vikna frí. Það á eitthvað að reyna að taka meira til hér í húsinu. Um að gera að nýta sér vinnukraftinn. Svo er nú um að gera að nýta sér blíðuna. Það spáir svona góðu veðri áfram.  Múrarinn kemur á morgun og klárar að ganga frá í eldhúsinu. Svo vantar okkur bara rafvirkjann til að tengja eldavélina og uppþvottavélina. Við erum búin að fá aðra eldavélahellu, sem vonandi passar við ofninn sem við fengum. Þetta var ægilegt vesen. En hafðist á endanum.

Bóndinn er búinn að taka fullt af myndum og video, en ekki búin að koma því inn á síðuna. Þetta stendur allt til bóta. Hann hlýtur að fá smá tíma aflögu núna þegar hann er kominn í frí. Við erum að velta fyrir okkur nöfnum á yngsta fjölskyldumeðliminn. Við erum líka að pæla í hvort við eigum að nefna hana eða bíða með að segja nafnið þar til hún verður skírð. En allavega þið fáið örugglega að vita meira þegar þetta er komið á hreint.

Jæja þetta er víst allt og sumt þessa vikuna

kveðja frá stórfjölskyldunni í Tiset

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband