23.8.2009 | 15:21
Hótelvertíðinni lokið
Kæru bloggvinir
þá er hótelvertíðinni lokið hér í Tiset, allavega í bili. Tengdó fór heim í nótt, svo það er ansi tómlegt hérna núna. Við höfum ekki verið ein hérna síðan í byrjun júní, svo það eru töluverð viðbrigði. Við eigum nú sennilega eftir að finna út úr þessu. En erum voðalega andlaus í dag allavega.
Annars er allt voða rólegt hérna á bænum. Við erum að bíða eftir að fá tilboð í baðherbergið frá pípulagningarmanni. Við vonum að það fari eitthvað að gerast í því. Hann kom við hérna á föstudaginn og kíkti á þetta. Svo ætlar múrarinn að hjálpa til líka. Vonandi að hann verði minna geðvondur yfir því en eldhúsinu.
Auður Elín stækkar og stækkar. Hún er farin að vera meira vakandi og talar meira og meira. Við erum alltaf að reyna að ná því á video þegar hún er að tala, en hún steinhættir alltaf þegar við setjum vélina í gang, hún er sennilega haldin myndavélafælni eins og mamma sín. Hjúkrunarkonan kemur á morgun og erum við voða spennt að heyra hvað hún hefur þyngst og stækkað mikið. Á þriðjudaginn ætlar frúin svo að fara með dömuna á einhvern fyrirlestur um ungabörn og tónlist. Það verður spennandi að sjá. Hún er allavega voða músikölsk. Hún hefur horft alveg dolfallin á ömmu sína þegar hún hefur verið að raula fyrir hana. Við fengum líka geisladisk með barnalögum um daginn, og hún steinsofnar þegar hún hlustar á það.
Það var grillpartý í Tiset hér á föstudaginn og við mættum að sjálfsögðu. Auður Elín vakti gríðarlega athygli. Fæstir treystu sér nú til að segja Auðar nafnið. En þeir geta nú alveg sagt Elín. Þeir halda bara að af því hún er íslensk þá heiti hún einhverju undarlegu nafni sem þeir geti alls ekki sagt. Jótarnir eru ekki mikið fyrir að prófa nýja hluti, svo við tökum þessu bara með bros á vör. Þeir þora líka frekar að prófa að segja Auður eftir nokkra bjóra. Svo sennilega eru þeir bara svona spéhræddir. Sálfræðingurinn mætti í bláum hippabuxum og grillaði sér bjúga. Það er flutt nýtt fólk í bæinn. Þetta er ungt þýskt par sem gengur um í svörtum síðum fötum og málar sig svart í kringum augun. Þannig að við erum ekki lengur undarlegasta fólkið í bænum.
Jæja látum þetta nægja að sinni
kveðja
Tisetgengið
Athugasemdir
Til hamingju með nafnið og skírnina. Hún hefur væntanlega fengið að halda föðurnafninu? Flottar myndir og girnilegt bakkelsi ;o) Gaman að sjá bakkelsi og sjá og heyra í dömunni meðan hún er vakandi.
Kær kveðja Sólrún og co
Sólrún (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 10:35
hahaha ég hlýt að vera svöng...Þetta átti auðvitað að vera; "Gaman að sjá og heyra í dömunni á video meðan hún er vakandi."
Sólrún (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.