Afslöppun

Kæru bloggvinir

þá er enn ein vikan liðin. Maður bara áttar sig ekki á því hvað tíminn flýgur áfram. Frúin hjálpaði bóndanum að moka restinni út úr baðherberginu á mánudaginn. Múrarinn ætlaði svo að koma á þriðjudag. En svo þegar við töluðum við hann á mánudaginn, þá var það allt í einu breytt og hann var búinn að lofa sér í annað. Svo hann er núna búinn að lofa að koma á morgun. Við vonum að það standist. Við vorum nú frekar súr þar sem bóndinn var algjörlega búinn að ofgera sér við að klára þetta. En múrarinn er búinn að lofa að þetta gangi hratt þegar hann kemst í gang og við vonum það besta. Hann hefur allavega verið fljótur hingað til. Það þarf að leggja nýtt rör inn í húsið fyrir neysluvatnið. Það er allt ryðgað og ónýtt. Svo þetta ætti allt að verða nýtt og flott þegar upp er staðið. Nágranninn er búinn að leigja út húsið sitt frá og með 1. okt, svo við verðum að fara að finna okkur aðra klósettaðstöðu. Við endum sennilega bara með að leigja klósettskúr hérna út í garð. Við hringdum í meindýraeiði til að kíkja á rottuungana okkar. Konan sem varð fyrir svörum sagði að það væri ekkert við þessu að gera. Það væru rottur í klóökum í Danmörku og það væri ekkert annað að gera en að þétta klóakið og loka vel. Já einmitt það. Bara að þær komi ekki upp í klósettið og narti í mann.

Hjúkrunarkonan kom í vikunni að kíkja á Auði Elínu. Henni leist voða vel á hana. Það var svolítið fyndið að hún spyr yfirleitt í gamni hvað við höldum að hún sé þung, svona áður en hún vigtar hana. Gummi sagði strax 7150 gr og viti menn, stúlkan var nákvæmlega 7150 gr. Hjúkrunarkonan hélt hann hefði svindlað, en svo var ekki. Hún er orðin 64 cm, svo hún stækkar bara og stækkar, sem betur fer. Hún er alveg óð í að standa í lappirnar, og er orðin ansi styrk. Hún er líka búin að taka nokkrar hláturrokur í vikunni og eitthvað af því náðist meira að segja á video. Það verður sett inn við tækifæri. Foreldrunum finnst þessi hláturköst auðvitað alveg óborganleg, eins og sennilega öllum foreldrum.

Annars hefur nú allt verið með ró og spekt hér þessa vikuna. Það verður spennandi að fylgjast með þegar það verður farið að vinna í baðherberginu. Við reynum að setja inn myndir jafnóðum.

Jæja það er best að halda áfram í afslöppuninni

Tisetgengið  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss usss engin farin að kvitta enn :( Jæja ég get þá verið fyrst að þessu sinni og það vinnur þá eitthvað upp á móti hvað ég er búin að vera léleg að kvitta hér undanfarið :)

Ég ætla rétt að vona að múrarinn sé búin að koma og þið séuð nú komin með klósett. Finnst ekki alveg nógu sjarmerandi eitthvað að fara út í garð til að pissa!!!!!

Verð líka að fá að segja að mér finnst nafnið á henni Auði Elínu alveg svakalega fallegt, rétt eins og daman sjálf og ég get sko ekki beðið eftir að sjá þetta hláturmyndband :) Ohhh vildi bara að ég kæmist í heimsókn til að sjá hana (og ykkur kanski líka) í eigin persónu og mundi þá að sjálfsögðu slá tvær flugur í einu höggi og sjá hana Idu Maríu frænku mína líka í fyrsta skipti!

Knús á ykkur,

Kata og Co.

Kata (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband