18.10.2009 | 06:47
Auður Elín 4 mánaða
Kæru bloggvinir
það er ýmist í ökkla eða eyra. Í síðustu viku var allt frekar rólegt, en þessa vikuna hefur heldur betur ýmislegt gerst. Bæði skemmtilegt og leiðilegt. Við átum hrossakjöt og rófu í sunnudagsmatinn og það bragðaðist bara rosa vel. Rófurnar klikka ekki sko. Það getur vel verið að fólki finnist við skrýtin að leggja svona mikið á okkur fyrir rófur, en þegar maður býr í útlöndum breytist margt svona. Hlutir sem maður pælir ekki í þegar maður er heima, fara allt í einu að vera eftirsóknarverðir.
Frúin fór í mömmuhóp á þriðjudaginn og það var bara mjög fínt. Við erum 4 stelpur. Þær eru reyndar töluvert yngri en ég, en þetta lofaði allavega góðu, svo nú sjáum við hvernig þetta þróast. Þær eru allar með yngri börn en ég, ferlega fyndið að sjá svona lítil kríli. Manni finnst svo langt síðan Auður Elín var svona lítil. En sú stutta á 4 mánaða afmæli í dag. Hin krílin í hópnum eru fædd í águst. Hún hefur annars verið ansi rellin og óánægð síðustu vikuna. Hún treður öllu upp í sig og slefar mikið. Foreldrana var farið að gruna að hún væri að fá tennur, en fannst það nú heldur snemmt. Hjúkrunarkonan kom svo á fimmtudaginn og staðfesti að gómarnir væru bólgnir og eitthvað væri í uppsiglingu. En sagði líka að það gæti liðið langur tími þar til tennurnar kæmu upp. Já einmitt það. Hún fór líka að taka upp á því að vakna kl. 3 og 4 á nóttunni. Eitthvað sem hún ekki er vön að gera. Við erum því byrjuð að gefa henni smá þunnan maísgraut á kvöldin og þá sefur hún allavega til kl. 5. Hún hefur sennilega bara verið orðin svöng þarna um miðja nótt. Hún var mæld og vigtuð, er orðin 7550 gr og 65 cm. Bóndinn giskaði aftur á rétta þyngd. Hjúkrunarkonan er farin að halda að við séum að svindla. :) Dóttirin er annars ótrúlega þolinmóð og kippir sér ekki mikið upp við allt rápið á foreldrum sínum. Við erum búin að þvælast endalaust í þessari síðustu viku. Við höfum verið að kaupa hurðir og ýmislegt smálegt fyrir baðherbergið. Bóndinn hefur svo verið að hamast við að veggfóðra og mála á klósettinu og við vonum að við fáum inniklósett fljótlega. Frúin hefur mestar áhyggur af því að hitakerfið virki ekki núna þegar það er búið að breyta því öllu þarna frammi á gangi. En við vonum það besta.
Þegar frúin kom heim frá mömmuhópnum á þriðjudaginn var schæferhundur hér á hlaðinu. Henni fannst þetta nú eitthvað undarlegt. Bóndinn og múrarinn könnuðust ekkert við hann. Hann hafði bara allt í einu birst hérna og gerði sig ansi heimakominn. Hann var ekki með neina ól og voða mjór. En mjög gæfur. Frúin hringdi til löggunnar til að tilkynna hann og það var nú engin smá skriffinska í kringum það. Maður fer að pæla í hvernig þetta er þegar eitthvað fólk týnist! En allavega þetta hafðist og hann var sóttur af svona hundaathvarfi. Frúnni langaði nú bara að hafa hann. En það er ekki hægt að taka að sér svona dýr meðan Auður Elín er svona lítil.
Daginn eftir var svo bankað hérna hjá okkur. Frúin fór til dyra og vissi ekki á hverju hún átti von. Fyrir utan stóð kona, ansi æst. Hún byrjaði nú á að segja að hún væri alveg brjáluð yfir að hundurinn okkar skiti í garðinn hennar. Ég sagði að það væri nú erfitt þar sem hann hefði verið dauður í 2 mánuði. Það kom nú eitthvað á hana en svo fór hún að rífast yfir að við legðum bílunum hérna á gangstéttina fyrir framan. En við höfum gert það núna meðan við erum með iðnaðarmenn í húsinu. Hún ætlaði nú bara að taka myndir af þessu og senda til lögreglunnar þar sem þetta væri kolólöglegt. Jájá og hún sem hafði verið svo almennileg að láta okkur vita þegar kötturinn okkar var keyrður niður. Já það er ekki gott að vera svona óþolandi nágranni. Við vitum reyndar ekki hvar hún býr. Bóndinn verður að reyna að komast að því á næsta íþróttafélagsfundi. Hún hafði fyrst hellt sér yfir múrarann, hélt að hann ætti heima hérna. Honum fannst þetta bara sniðugt. Við ætlum nú að reyna að haga okkur betur svo nágrannarnir séu ekki svona æstir! Við sjáum til hvernig það gengur.
Jæja ætli við látum þetta ekki duga í bili
kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín
Athugasemdir
Mér finnst þessi saga af konunni sem var að kvarta undan Ozzy ( heitnum) alveg brill. Mikið rosalega getur fólk átt bágt. Veit svei mér þá ekki hvernig ég myndi bregðast við ef einhver af okkar nágrönnum kæmu froðufellandi hér út af einhverju...ég myni sennilega missa málið! hahaha.
Til lukku með 4. mánaða skvísuna, stór og myndarlega stelpa eins og foreldrarnir auðvitað ;o)
Sjáumst
Sigrún
Sigrún. (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 10:00
Áhugaverður nágranni þetta :D hahahhahha, sammála hvað fólk getur átt bágt- ekkert annað hægt að segja um þetta!
Gott að allt gengur vel hjá ykkur. Bestu kveðjur úr Ameríkunni
Kata og Co.
Kata (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.