Framkvæmdasagan endalausa

Kæru bloggvinir

hér er heldur betur farið að hausta. Laufin eru farin að fjúka af trjánum og það er farið að kólna hressilega. En ekkert við öðru að búast í byrjun nóvember.

Af framkvæmdunum er það að frétta að múrarinn hefur eitthvað verið að gaufast við að klára ýmislegt smálegt. Honum finnst þetta nú frekar þreytandi og er óskaplega geðgóður eða hitt þó heldur. Rafvirkinn hefur ekkert látið sjá sig en við vonum að hann komi á morgun. Píparinn kom hita á húsið í síðustu viku. En þá kom í ljós að hitakerfið er allt í volli og það verður að bæta við hitalögn til að við fáum hita á svefnherbergin hérna niðri. Píparinn er búinn að bjóðast til að hjálpa okkur við að fá þetta í lag fyrir lítinn pening. Hann ætlar að sýna Gumma hvernig á að leggja rörin og svo kemur hann bara og tengir þetta allt saman. Svo það er vonandi að þá fari þetta að virka. Við getum ekki flutt inn í svefnherbergið aftur fyrr en það er kominn hiti á það. Það þarf líka að brjóta upp gólfið í barnaherberginu, og eyðileggja nýja parketið, rosa gaman! :) En það er eiginlega ekkert sem kemur okkur lengur á óvart í þessu húsi. Þegar þetta er komið ættum við líka að vera komin með almennilegt hitakerfi. Það hefur aldrei virkað almennilega. En við ætluðum nú að reyna að láta það duga eitthvað lengur. En við vonum að þetta sé það síðasta sem kemur í ljós. Við erum allavega komin með nýtt klóak og nýtt rafmagn, nýtt eldhús og baðherbergi svo húsið hlýtur að hafa hækkað eitthvað í verði. Frúnni hlakkar eiginlega mest til að losna við að hafa þessa karlahlunka hérna alla daga. Ekki það að við hefðum ekki getað þetta án þeirra en þetta er orðið ágætt. Viljum gjarnan fara að hafa húsið fyrir okkur sjálf.

Frúin hefur verið mjög félagslynd í vikunni. Það var mömmuhópur á mánudaginn og á miðvikudaginn fór hún svo í leikfimi. Þetta er svona mömmuleikfimi. Voða fínt. Frúin hefur nú aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af svona glennugangi. En þetta lítur mjög vel út allavega eins og er, svo við prófum að mæta fram að jólum. Við fórum svo í ungbarnasund í gær og Auður var bara rosa spræk svo þetta er nú örugglega allt að koma. Það eru ýmsar tilraunir hérna þessa dagana til að fá hana að borða graut. Við byrjuðum að gefa henni velling í flösku, og það gekk ágætlega fyrst og svo harðneitaði hún að borða það svo nú er verið að prófa að gefa henni þykkari graut með skeið og gulrótamauk. Það hlýtur að enda með því að hún vilji eitthvað af þessu.´

Bóndinn fór út að borða og í keilu í gær með vinnufélögunum. Það var enginn amma til að passa Auði Elínu svo frúin var bara heima. Enda hefur hann ábyggilega verið fegin að sleppa aðeins við okkur. Hann er að setja inn ný myndbönd af ungfrúnni, endilega kíkið á youtube.com. Sláið inn gje1965 í search gluggann.

kveðjur frá Tiset

Gummi, Ragga og Auður Elín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ...

 Gaman að lesa bloggið ykkar sem og alltaf.  Það fer að styttast í næstu heimsókn til ykkar en þó með þeim skilyrðum að hiti verði í hverjum krók og hverjum kima !!

 Kíki síðar í kvöld á jútúb.

kv,

Steini og hele familien.

Þorsteinn Eggertsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 15:51

2 identicon

Sæl

Það á ekki af ykkur að ganga í þessum húsamálum, ég dáist af þrauseigjunni í ykkur og þolinmæðinni. Þetta verður frábært hjá ykkur þegar þetta er búið. Vonandi getum við heimsótt ykkur fyrr en seinna.

Kveðja úr Garðinum

Gunna (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 19:11

3 identicon

Hæ hæ! Þið verðið orðin útlærð í að gera upp hús þegar þetta verður allt  yfirstaðið. Ég fór á Youtube og skoðaði ykkur öll "live" og mikið hrikalega var það gaman! Ragnhildur mín þú hefur akkúrat ekkert breyst frá því ég sá þig fyrst fyrir einhverjum 13 árum þegar við vorum að byrja í HÍ!! Lítur alltaf jafn vel út!

Kossar og knús

Lilja sem er komin viku fram yfir.... :S

Lilja (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband