8.11.2009 | 14:03
Múrbrot enn og aftur
Kæru bloggvinir
það hefur nú verið heldur rólegt á byggingarsvæðinu hérna síðustu vikuna. Rafvirkinn kom og setti allavega smá ljós á klósettið. Við þurfum svo að kaupa okkur fleiri ljós. Ætlum bara að mixa rússneskar ljósakrónur til bráðabirgða. Bóndinn hefur svo verið á fullu alla helgina, fyrst að veggfóðra út á gangi og svo að brjóta upp gólfið í barnaherberginu. Yndislegt að fá meira ryk og drullu. Hann fann sem betur fer strax rörin sem hann átti að finna í gólfinu, svo hann þurfti ekki að bora allt gólfið upp. Nú þarf svo að mála á ganginum í vikunni svo rafvirkinn geti klárað. Svo vonum við nú að öll þessi stóru verkefni séu búin í bili.
Auður Elín hefur verið voða pirruð í munninum og hefur verið voða léleg að drekka. Hún er búin að finna út að það er rosa gott að troða tánum upp í munninn og naga þær. Við erum búin að prófa ýmsar útfærslur af maísgraut, og bæði búin að prófa að setja epli og perur út í, með misjöfnum árangri. Frúin prófaði svo að búa til graut úr hirsiflögum (veit ekki hvort það er til svoleiðis heima á Íslandi)og setja perumauk út í. Hún hefur viljað það allavega í gær og í dag. Hún hefur verið að vakna kl. 3 á nóttinni, af því hún hefur verið svöng. Síðan hún fékk þennan nýja graut sefur hún allavega til kl. 4:30. Við vonum að hún haldi áfram að vilja það. Hún er annars voða oft þannig að þegar maður prófar eitthvað nýtt, er hún voða hrifin af því í fyrsta skipti en síðan ekki söguna meir. Það er líka oft þannig að hún gerir öfugt við það sem flest börn gera. Til dæmis sofa flest börn í marga klukkutíma eftir ungbarnasund, en ekki Auður Elín, hún sefur í mesta lagi klukkutíma. Hún er orðin pínu meira örugg við að vera í sundi, en þarf samt voða lítið til að hún verði leið. En hún er mun betri en hún var í byrjun. Nýjasta skemmtunin hjá henni er að sitja í skástólnum sínum og horfa á sjónvarpið og leika sér með dótið á skástólnum. Efnilegur sjónvarpsáhorfandí á ferðinni þar.
Við settum inn ný myndbönd af henni inn á youtube.com. Við kunnum ekki að fá þetta í réttri tímaröð, svo ef maður ætlar að sjá nýjustu myndböndin er sennilega best að kíkja eftir dagsetningunni í titlunum. Það eru voða fínar myndir af henni að blaðra við pabba sinn og hlægja. Þau heita Auður Elín part 1 og part 2.
Jæja það er voðalegt andleysi hér á bæ í dag svo þetta verður að duga að sinni.
kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín
Athugasemdir
Sæl
Búin að kíikja á youtube og skoða nokkur myndbönd, alveg frábært að sjá ykkur svon "live", bara gaman. Gangi ykkur vel í baráttunni við húsið.
Kveðja úr Garðinum
Gunna (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.