6.12.2009 | 16:37
Tiltekt
Kæru bloggvinir
Þá er aftur komið grámygluveður eftir nokkra daga með frosti og heiðskíru veðri. Þeir halda að við fáum eitthvað svipað veður næstu dagana. En það er nú ekkert nýtt hér í Danmörku. Ekki skrýtið að Danir loki sig inni á veturna og sjáist ekki utandyra.
Auður Elín er farin að vera voða dugleg i sundi. Konurnar sem stjórna þessu spurðu hvort við hefðum skipt um barn því hún hefur breyst svo mikið. En það er auðvitað bara mjög fínt. Við erum farin að halda að hún sé bara svona týpa sem þarf góðan aðlögunartíma áður en hún sættist við hlutina. Þetta er kannski eins og með að sofa í vagninum. Hún fór bara allt í einu að gera það án vandræða. En það er allt í lagi, foreldrarnir eru nú báðir svo þrjóskir að við gefumst ekkert upp fyrr en í fulla hnefana. Henni finnst voða fyndið þessa dagana að vera með einhverja píkuskræki. Og svo að sjúga á sér tunguna og neðri vörina. Það er líka alveg ógurlega mikið sport. Við erum nú oft að reyna að ná þessum æfingum á video, en það er helst að kveikja á henni þegar hún heyrir ekki til og ekki segja neitt. Hún er farin að grípa út eftir öllu, sem þýðir að það maður getur ekki skilið hlutina eftir á glámbekk, hún nær í þá. Gleraugu og skartgripir eru líka í stórhættu. Við fórum með hana í smá partý í mömmuhópnum á föstudaginn. Þær vildu endilega hittast með mökum og börnum. Þetta var nú alveg ágætt en frekar fyndið samt. Fólkið hérna á Suður-Jótlandi er nú frekar svona lokað og er voða hrætt við að kynnast einhverju nýju og framandi. Enda er það auðvitað stórhættulegt! :)
Frúin fór í það í vikunni að taka til í kössunum uppi á lofti. Það hvarf nú eitthvað á haugana, en ekkert í líkingu við það sem var látið hverfa um daginn. Síðan var ráðist í að taka til á ganginum hérna á bak við. Þar höfðu staðið flísar og margskonar byggingarefni. Það hefur ekkert verið hægt að taka til þarna meðan iðnaðarmennirnir hafa verið hérna. Frúin var orðin verulega þreytt á því að þurfa að skáskjóta sér til að komast í frystikistuna, svo það var drifið í að ryðja út drasli og raða þessu betur upp. Þetta er allt annað líf núna.
Jæja látum þetta nægja í bili
kveðja úr grámyglunni
Gummi, Ragga og Auður Elín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.