Afslöppun

Kæru bloggvinir

þá er hann búinn að skipta yfir í frost aftur. Það var hrím á jörðinni hér í morgun. Það er pínu jólalegra en þegar við höfum rigninguna.

Vikan hefur nú farið í margvíslegar útréttingar. Vorum að redda síðustu jólagjöfunum og svona. Þetta er allt að koma hjá okkur. Við höfum ekkert heyrt í múraranum í heilan mánuð. Hann hringdi svo allt í einu. Pabbi hans er víst alvarlega veikur, svo hann hefur verið hjá honum. Hann á ennþá eftir að klára ýmislegt smálegt. Spurning hvort hann komi nokkuð í það fyrr en eftir áramót.

Auður Elín prófaði aðeins að fara í pössun í vikunni. Það gekk nú bara nokkuð vel. Við hjónaleysin fórum svo á jólahlaðborð í gær með vinnunni hjá bóndanum. Maturinn var rosa fínn og huggulegt að komast aðeins út úr húsi. Það var nú voða skrýtið að hafa Auði Elínu ekki með, en þetta gekk nú allt saman vel og hún hagaði sér víst voða vel. Við vorum nú ekkert lengi því hún hefur verið kvefuð og með smá hitavellu. Hún er því voða rellin og lítil í sér. En við erum allavega búin að komast að því að það er ekkert mál að láta passa hana.

Við drifum okkur loksins með trúlofunarhringinn hans Gumma í minnkun. Hann hefur verið með hann um hálsinn síðan hann fór í magaaðgerðina, því hann var allt of stór og alltaf að detta af. Það er ferlega fyndið að sjá hann með hring á fingrinum aftur eftir 3 ár. Hringurinn hans er svo pússaður og fínn að hringur konunnar lítur bara slitinn út við hliðina á. Hann getur líka haldið upp á að það eru þrjú ár síðan hann hætti að reykja. Hann er seigur strákurinn.

Það er nú orðinn töluverður spenningur fyrir Íslandsferð, enda er þetta alveg að skella á. Bara vika þar til við komum. Vonum bara að ungfrúin verði orðin hress þegar við förum. Annars verður þetta nú ansi erfitt.

Jæja það er aldrei þessu vant afslöppun hér á Skovvejen í dag. Það hefur ekki gerst lengi. Svo það er um að gera að njóta þess.

kveðja

Gummi, Ragga og Auður Elín 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ

Við hlökkum til að hitta ykkur yfir hátíðirnar, verðum í sambandi.

Kveðja úr Garðinum

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 21:16

2 identicon

Yndislegt að heyra að þið hafið pössun fyrir skvísuna. Það er mjög dýrmætt  

Gott að heyra að maturinn bragðaðist vel, það er alltaf ákveðin stemmning að fara á dönsk jólahlaðborð

Kveðja í kotið

Sigrún og co Kollund

Sigrún (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband