Veðraskipti

Kloggvinir

Eins og við vorum búin að spá, þá skipti veðrið úr sumri í haust á einni nóttu. Það gerðist í síðustu viku. Það er reyndar mjög milt haust ennþá. En það er byrjað að vera meira rok. Það fylgir oft haustinu,

Hér er búið að vera nóg að gera um helgina eins og venjulega. Í gær var brunað til Kolding með síma frúarinnar í viðgerð. Hann er nú frekar nýr, en þeir eru ekki svo endingargóðir þessir nýju símar. Svo var farið í kaffi til Gunnþóru. Auði var búið að langa í lengri tíma að leika við Maju Elísabet og var því orðið við því. Gunnþóra er kominn alveg á steypirinn. Það er skrýtið hvað maður gleymir fljótt hversu stór maður er, svona rétt áður en maður eignast börnin.

Þegar heim var komið var farið á fullt í að skipuleggja 50 ára afmæli Rannveigar, sem býr hér í bænum. Hún var alveg grunlaus og kom úr verslunarferð og við tókum á móti henni. Þetta var mjög skemmtilegt og hún var mjög sátt við þetta, svona þegar hún var búin að átta sig á þessu öllu saman. Frúin hefur aldrei verið með í svona partýstandi áður, en það er gaman að prófa. Börnin voru í pössun á meðan og það gekk víst bara vel. Það er alltaf gott að komast aðeins að heiman.

Í dag var Ágúst svo búin að bjóða einni frá leikskólanum að koma að leika. Mamma hennar er frá Eistlandi en gift Dana. Þau eru mjög góð að leika saman. Við fórum út í góða veðrið. Það var búið að rigna frekar mikið í morgun, svo börnin fóru í regngalla og út að hoppa í pollum. Þau urðu rennandi blaut frá toppi til táar. En þeim fannst þetta örugglega hin besta skemmtun.

Annars er víst allt við það sama hérna megin.

 

Kveðja

Gramgengið


Bloggfærslur 2. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband