Gleðileg jól

Kæru bloggvinir

Gleðileg jól kæru bloggvinir. Hér er búið að vera nóg að gera. Helga og Kristín Júlía komu í vikunni og það hefur verið mikið fjör í kringum það. Ágúst hefur nú verið eitthvað smá abbó, en Auður og Kristín ná vel saman. Ágúst og Kristín geta líka alveg leikið saman, ef enginn er að blanda sér. Helga kom færandi hendi með skötu og hangikjöt. Kalkúnninn og hamborgarahryggurinn voru keypt í Þýskalandi.

Börnin áttu dálítið erfitt með að bíða eftir jólunumm. Jólasveinninn mildaðist eitthvað eftir því sem dagarnir liðu og það komu engar kartöflur í skóinn á síðasta sprettinum. Ágústi fannst nú eitthvað svindl að jólasveinninn kæmi ekki meira. Ekki skrýtið þegar það er búið að vera gjafir á hverjum degi í marga daga. Þegar nær dró kvöldi í gær, róaðist liðið eitthvað og þegar kom að því að taka upp pakkana, þá gekk þetta nú allt saman. Þau voru mjög sátt. Bæði með smáhlutina og stærri hluti. Það voru mjög þreytt börn sem fóru í rúmið í gær.

þau sváfu nokkuð lengi í morgun og fóru svo að leika sér með dótið sem var í jólapökkunum. Það er gaman að sjá hvað þau eldast og þroskast og geta noið hlutanna meira. Það er búið að fara út alla dagana og brenna orku. Það voru ótrúlega mörg börn úti í gær, svona miðað við venjulega, en í dag var ekki mikið um að vera. Það hefur verið fínt veður báða dagana. Það komu smá þrumur og eldingar í gærkvöldi.

Í kvöld var svo gætt sér á hangikjöti og laufabrauði. Ótrúlegt hvað maturinn hefur mikið að segja þegar halda á jól.

Það er ekkert búið að plana neitt sérstakt hina jóladagana, en ætli maður finni ekki eitthvað að gera.

Jólakveðjur til allra þarna úti

Gramgengið


Bloggfærslur 25. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband