Pakkað og pakkað

Kæru bloggvinir

það hefur heldur kólnað hér síðustu dagana, en verið ágætis veður. Það er spáð rigningu alla næstu viku og ekki veitir af. Það er allt að skrælna hérna. Bara við fáum ekki rigningu það sem eftir er sumars.

Það er nóg að gera við að pakka niður. Bóndinn er búinn að vera mjög duglegur við það og frúin hefur gripið í þetta þegar það er ekki allt mögulegt annað sem þarf að vesenast. Þetta þokast allt í rétta átt. Við náðum að selja sláttutraktorinn. Það komu einhverjir litháar og keyptu hann og ætluðu að fara með hann til Litháen. Það getur víst borgað sig. Það var nú svolitið fyndið að þegar var búið að auglýsa hann til sölu á netinu, voru tveir að keppast um að fá hann. Bóndinn var eitthvað að skrifast á við þá og prútta um verðið. Þá kemur allt í einu í ljós að annar þeirra var Dani sem er giftur Særúnu frænku frúarinnar. Hún býr á Fjóni. Hann bauð ekki eins hátt og hinn og tapaði þar með traktornum. En ótrúlegt hvað heimurinn er lítill.

Börnin hafa verið voðalega þreytt upp á síðkastið, Auður er líka voðalega eirðarlaus. Hún á erfitt með allar breytingar og veit ekki alveg hvernig hún á að vera.

Það var íþróttadagur í skólanum hennar á föstudaginn. Það var keppt í reiptogi, pokahlaupi og ýmsu öðru. Þetta var voða skemmtiegt. Það gerðust þau undur um helgina að bæði börn sváfu til kl. 8 báða daga. Þetta hefur nánast aldrei gerst. Þau voru reyndar búin að vakna eitthvað fyrr, en sofnuðu aftur.

Frúin reyndi fyrir sér sem skemmtikraftur um helgina. Hún söng og dansaði á miðaldahátíð í Ribe. Þetta var mjög gaman að taka þátt. Bóndinn hefur víst deilt mynd af herlegheitunum á feisbókinni. Við eigum auðvitað von á að nú fari að detta inn bókanir á hópinn, það hljóta fleiri að vilja fá þessar ótrúlega hæfileikaríku konur á staðinn.

En allavega er sennilega best að fara að hvíla lúin bein. Það er nóg að gera framundan. Afmæli næstu helgi og áframhaldandi niðurpökkun.

Kveðja

Tisetgengið


Bloggfærslur 12. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband