Alltaf að pakka

Kæru bloggvinir hér hefur nú lítið borið á sumarveðrinu. Við höfum sennilega bara fengið það allt í síðusta mánuði, en við vonum nú við fáum eitthvað smá meira.

Hér hefur verið nóg að gera að pakka og flytja alla helgina. Þetta er að smáhafast. VIð eigum eftir að flytja það sem við notum svona dagsdaglega. Það verður gert á miðvikudag og fimmtudag, ef allt fer að óskum. Það er ekki ennþá komið vatn á íbúðina, en við vonum það gerist í vikunni. Það var pizzastaður á neðri hæðinni, en fyrri eigendur rústuðu staðnum þegar þeir fóru og eyðilögðu eitthvað í vatninu. Það er vonandi að það komist fljótt í lag. Það þarf líka að skipta um lása á hurðum, þeir eyðilögðu það líka. Þeir voru greinilega eitthvað ósáttir.

Við reynum sennilega að komu hlutunum fyrir í vikunni, svo við getum sofið þarna á fimmtudaginn. VIð þurfum að afhenda húsið á föstudaginn. Það verður eitthvað skrýtið. VIð höfum aldrei búið svona lengi á sama stað. En það verður enginn söknuður af því að halda húsinu við.

 

Það er ótrúlegt hvað maður hefur náð að safna að sér af ýmsu, síðustu árin. Það verður eitthvað vesen að koma þessu öllu fyrir á nýja staðnum, þegar maður er ekki með neina geymslu og engan bílskúr.

Annars er nóg að gera að fylgjast með fótboltanum, allavega fyrir suma á heimilinu.

 

Við erum að passa hund fyrir kunningjakonu okkar. Hún er voða fyndin, alltaf glöð og dillar afturendanum fyrir allan peninginn. Hún er sísvöng, meðan Nonni er ekkert að borða of mikið. Hann er voða góður við hana, sækir bolta fyrir hana og lætur hana hafa. Hún lætur hann alveg vita að hún ræður. Í gærkvöldi hvarf hún svo, en kom eftir rúman klukkutíma. Það hefði nú ekki verið fallegt ef hún hefði verið týnd.

 

Jæja það er lítið annað að frétta hér. Auður Elín er komin í sumarfrí, en við Ágúst þurfum að passa okkar staði í 2 vikur enn.

 

Kveðjur úr Tiset (ekki svo langt þangað til það er ekki lengur hægt að segja það)


Bloggfærslur 26. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband