Sumarfrí

Kæru bloggvinir

þá er maður búin að búa á nýjum stað í rúma viku. Við kunnum bara vel við okkur og erum að verða langt komin með kassafjallið. Maður er kominn með ógeð á að taka upp úr kössum. En kosturinn hérna er að það er hægt að leggja hlutina frá sér. Í Tiset var allt hálfklárað, svo maður hafði enga staði fyrir hlutina. Við tókum til í herbergjunum hjá krökkunum í gær og nú eru þau orðin voða ánægð með þetta. Ágúst er nú samt ekki alveg að fatta að hann á að leika inni hjá sér. En systir hans er nú mjög dugleg að segja honum að koma sér út.

Við lentum heldur betur í svaðilförum í byrjun vikunnar. Bóndinn kom og sótti frúnna í vinnuna og við kipptum einum ísskáp með okkur. Það var bara svona lítill ísskápur í íbúðinni og það var frekar pirrandi. Þegar við komum til Ribe nennti bíllinn ekki meira og við urðum að hringja eftir aðstoð. Það var nú ekkert auðvelt með bíl, kerru og 4 einstaklinga. En það kom einhver rosa trukkur og dró bílinn til Gram. Börnunum þótti þetta gríðarlega spennandi og fannst þetta víst ekkert leiðilegt. Auði fannst skrýtið að við vorum eitthvað pirruð yfir þessu. Það kom í ljós að alternatorinn gaf upp öndina. Það er alltaf eitthvað til að ergja mann. En gott að geta hringt eftir aðstoð.

Í gær komu Guðný og Óli í heimsókn, þeu skildu Arndísi eftir og þær stöllur hafa skemmt sér konunglega í dag. Ágúst hefur fengið að vera með svona stundum.
Veðrið hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Ringning og skýjað marga daga. En við drifum okkur nú samt út á róló í dag. Við erum ekki með rólur og trambolín í garðinum eins og við vorum með í Tiset. En þá verðum við bara að vera duglegri að fara á róló.

Það varð svo líka aukning í fjölskyldunni. Við náðum í naggrísi í vikunni. Þeir hafa vakið mikla lukku hjá unga fólkinu. Það er nú það sem skiptir mestu máli. SKítt með að við fullorðna fólkinu finnist þetta hálfgert vesen að þrífa skítinn eftir þá.

Jæja ætli sé ekki best að fara að slaka á fyrir átök morgundagsins. Það bíða ennþá kassar eftir að verða opnaðir.

Kveðja frá stórborginni

Gramgengið

 


Bloggfærslur 10. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband