Veðurblíða

Kæru bloggvinir

þá er sumarveðrið loksins komið. Það stoppar nú víst ekkert lengi, en við njótum þess meðan það er. VIð erum búin að búa á ströndinni síðustu daga. Það hefur verið mjög fínt. Kössunum hefur eitthvað heldur fækkað og þetta er allt að verða komið í fastar skorður. Það er helst að maður eigi erfitt með að finna hlutina af því við erum ekki vön að hafa svona mikið pláss.

Núna vantar bara bókaskápa og þá er hægt að ganga frá því síðasta.

Auður hefur leikið við vinkonur sínar og svo hafa þau verið hjá nágrönnunum. Þeim finnst víst ekkert leiðilegt að vera flutt.

Það hefur ýmislegt verið brallað, en það hefur eitthvað gleymst að slappa af. Það er alltaf eitthvað sem verður eftir. Við hljótum að ná því einhvern tíma. Það er mikilvægast að njóta þess að vera í fríi og ekki þurfa að smyrja nesti og svoleiðis. Auður er svo að fara í heimsókn til Arndísar á miðvikudaginn og verður í nokkra daga og í næstu viku fer hún á sveitabæ og gistir í nokrrar nætur, svo fer skólinn að byrja.

FRúin fer að vinna á fimmtudaginn og Ágúst fer í leikskólann. Hann verður nú örugglega feginn að geta leikið við vini sína. Annars hafa þau systkinin verið betri að leika sér eftir við fluttum hingað.

Maður er nú alltaf með einhver svaka plön um allt sme maður ætlar að ná í sumarfríinu og nær svo ekki nærri öllu. En núna fór nú fyrsta vikan í að pakka úr kössum og koma dótinu fyrir.

Það er búið að rífa þakið af gamla húsinu okkar í Tiset og sennilega búið að setja nýtt á. Við höfum ekki keyrt þar framhjá í nokkra daga. Það er voða skrýtið að sjá að það er eitthvað annað fólk að gera það sem manni sjálfum hefur langað að gera.

Jæja best að fara að henda sér í sófann áður en það þarf að gera kvöldmat. Það gerir sig víst ekki sjálft þó maður sé í fríi. Það væri annars mjög gott.

Kveðja úr sólskininu


Bloggfærslur 24. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband