Hvert fór sumarið

Kæru bloggvinir

suma

Sumarið sýndi sig hér í nokkra daga en er farið aftur. Það er ausandi rigning i´dag og það voru víst þrumur og eldingar í nótt og líka í morgun. Aldeilis sumarlegt það. VIð fórum út að labba í morgun og lentum í þessari líka úrhellis rigningu. Það var ekki þurr þráður á okkur á eftir. Í gær var mjög gott veður og við vorum úti við mest allan daginn. Ágúst er búinn að fá tvíhjól og er að byrja að æfa sig að hjóla. Frúin skellti sér á bak líka og við fórum smá túr. Verst hvað maður verður alltaf aumur í afturendanum eftir svona túra. En hún kann þetta ennþá. Börnin eru ekki vön að fara upp og niður brekkur og virðast alltaf gleyma hvenrig á að bremsa, svo maður er nú með lífið í lúkunum að þau renni ekki út á götu. Það er töluverð traffík hérna í kring. Þau gleyma nú líka oft umferðareglunum. En þetta hlýtur að koma.

Auður fór á fimmtudaginn í prufutíma í reiðskólanum. Hún fékk einhvern hest sem var alls ekki á þeim buxunum að hreyfa sig, svo þetta var nú frekar rólegt, en hún var mjög ánægð og vildi endilega halda áfram. Svo við verðum eð fylgja með. Það er vonandi að hún verði ánægð með þetta. Það voru allavega ekki mjög mörg börn á fimmtudaginn, svo það ætti að vera nægur tími að venjast hestunum og svoleiðis.

Svo var nú nóg að gera hjá henni á föstudaginn. Hún fór í skólann og svo beint í afmælisveislu hjá bekkjarbróður sínum. Þau eru að hennar sögn hálfkærustupar. Veit ekki hvað það þýðir, en það er örugglega betra en að vera alkærestar. Svo var henni keyrt beint úr afmæli í skátana. Það var ekki mikið eftir af henni um kvöldið og heldur ekki í gær.

Ágúst leikur voða mikið við eina stelpu í leikskólanum, það er spurning hvenær þau tilkynna að þau séu kærustupar. Þetta gerist allt saman mjög snemma nú á tímum. Minnist þess ekki að maður hafi spáð í þetta á þessum aldri. En það er auðvitað fyrir mestu að þau hafi einhvern að leika við.

Auði gengur illa að finna einhverja vinkonu hérna nálægt. Þær sem hún hefur verið með, eru annað hvort alltaf uppteknar eða veikar. Það viriðist ekki vera mikið spáð í að hvetja krakkana til að leika. það sést heldur nánast aldrei neinn utandyra. Ekki nema við og einhverjir aðrir útlendningar.

Nú fer allt að færast í venjulegar skorður. Sundið fer að byrja og allt fer á fullan gang í sjónvarpsþáttaröðum og svoleiðis. Það er gott að það sé einhver rútína.

Jæja best að fara að kíkja á hvort börnin séu búin að rústa húsinu.

Kveðja

Gramgengið


Bloggfærslur 28. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband