Kattahvarfið

Kæru bloggvinir

Hér er vorið eitthvað að rembast við að koma, en það er nú samt ekki kominn neinn vorfýlingur í mann. Það er oft þoka og hálfnapurt. Það eru nú samt einhverjir farnir að vinna í görðunum sínum. Við komum sennilega ekki til með að setja niður kartöflur í ár þar sem við erum komin á fæði þar sem maður borðar ekki kartöflur. En kannski við hendum niður nokkrum gulrótum fyrir Auði. Hún er hálfgerður gulrótarfíkill.

Bóndinn á bænum hefur verið með einhverja kvefdrullu og er hálfslappur. Ágúst er að fara til eyrnalæknis á þriðjudaginn. VIð vonum nú að hann sé ekki með neina eyrnabólgu. Það væri nú ekkert sérstaklega spennandi. Frúin hefur sem betur fer að mestu leyti sloppið við kvefpestir. Auður er búin að vera þrælkvefuð, en er nú eitthvað að lagast. Hún er farin að vilja vera meira úti að leika. En er nú ekkert lengi í einu, enda ekkert sérstaklega hlýtt. Hún er búin að fara í dans tvisvar sinnum og það hefur gengið mjög vel. Hún er allavega mjög sátt. Við vorum nú smá efins um að þetta myndi ganga því hún byrjaði í leikfimi í haust og það gekk ekki. En það eru miklu fleiri börn og fullorðna fólkið sem á að hafa stjórn á hlutunum er ekkert að standa sig. Þannig að við vonum þetta gangi upp. Hún er orðin töluvert frakkari og þorir fleiri hluti. Hún hefur örugglega lært það í leikskólanum. Hún vill helst ekki vera í of miklum fötum. Rífur sig úr við fyrsta tækifæri. Hún talar voða mikið um að þegar það kemur sumar, þá geti hún verið í kjól, án þess að vera í bol innanundir. Hún er stundum óskaplega umhyggjusöm við bróðir sinn og aðrar stundir er hún voðalega pirruð á honum. En hún getur sem betur fer farið inn í herbergið sitt og verið þar í friði. Hún er mjög dugleg að taka til og þau rífast oft um að hjálpa til við að leggja á borðið. Spurning hvað það verður lengi. 

Ágúst er uppátækjasamur með eindæmum. Hann verður örugglega svona strákur sem gerir allt mögulegt af sér og reynir að komast upp með það, með því að sjarmera sig út úr því. Hann er nú þegar komin með réttu taktana í það. Hann er töluvert frakkari en systir sín, móðirinni til ómældrar ánægju! Hann er farin að segja kis kis þegar hann sér köttinn. Kötturinn sem annars er búinn að vera týndur í nokkra daga og frúin reiknaði með hún væri farin á vit feðra sinna. En hún birtist í morgun eins og ekkert hefði í skorist. Enginn veit hvar hún hefur alið manninn. Það væri spennandi ef maður gæti sett myndavél á hana, svo maður gæti séð hvað hún er að ferðast. Ágúst er mjög hrifinn af henni, hún er víst ekki alveg eins hrifin af honum. Hann er nú ekki alltaf mjög mjúkhentur við hana. Dagmamman er með kisu og það er sennilega þess vegna sem honum finnst þetta svona spennandi. 

Jæja best að fara að sinna börnum og búi

kveðja

Gummi, Ragga, Auður Elín og Ágúst Ægir

 


Vor á leiðinni

Kæru bloggvinir

það hefur verið nokkuð heitt hér síðustu daga. En samt frost á nóttunni. Moldvarpan hefur haft eitthvað hægt um sig í vikunni. Sennilega hefur henni þótt of kalt til að grafa fleiri holur. En hún fer örugglega í gang aftur um leið og það hlýnar á nóttunni. Við höfum allavega enga von um að hún sé hætt að eyðileggja garðinn. 

Hér er allt í föstum skorðum. Nóg að gera á öllum stöðum. Dagmamman hans Ágúst var veik í tvo daga, svo hann varð að vera heima. Honum fannst það ekki mjög skemmtilegt og var óskaplega fegin þegar hann fékk að fara til hennar aftur. Hann er svo mikil félagsvera að honum leiðist bara ef hann er einn heima. Hann á að fara til eyrnalæknis eftir rúma viku. Hann var hjá barnalækni sem fannst hann eitthvað rauður í eyranu og vildi láta skoða það betur. Vonandi að hann sé ekki að verða eyrnabarn. Hann er voða mikið að reyna að tala og bendir á allt í kringum sig og segir einhver hljóð. Hann virðist ætla að verða fljótari til en systir sín. En dagmamman hans er líka mjög talandi, svo hann fær mikla talörvun allan daginn, meðan dagmamman hennar Auðar sagði nú ekki mikið.Hann er voðalega stríðinn, bæði hér heima og hjá dagmömmunni. 

Auður hefur verið frekar kvefuð í vikunni. Það gerist nú yfirleitt þegar hlýnar eitthvað í veðri, þá kemur svo mikill raki, en samt er frekar hlýtt, svo börnin eru illa klædd úti að leika. Hún var svo heppin í gær að vinkona hennar kom í heimsókn og þær léku sér saman í fleiri klukkutíma án þess það væri neitt  vesen. Við ætlum að reyna að fara með hana í dans á morgun. Við gáfumst upp á að fara með hana í leikfimi því hún höndlaði það engan veginn. Það var enginn fullorðinn sem tók ábyrð á þessu og börnin hlupu bara um stjórnlaus. Við sjáum til hvernig þetta verður. Henni finnst rosa gaman af að dansa svo kannski gengur þetta betur.

Við breyttum klukkunni í nótt. Frúin átti von á að börnin vöknuðu fyrir allar aldir, en sem betur fer sváfu þau óvenju lengi. Ágúst vaknaði reynar kl. 4:30 í morgun en sofnaði fljótlega aftur. VIð renndum svo í búð til að reyna að kaupa skó á drenginn, en komum út með 3 pör af skóm fyrir Auði. VIð verðum að reyna að fara í annan leiðangur til að finna skó á drenginn. Hann getur ekki verið í kuldaskóm í sumar. En þetta hlýtur að bjargast. Við fengum allavega gúmmístígvél á drenginn, svo hann getur þá allavega verið í þeim. 

Held nú það sé ekki mikið meira að frétta héðan.

Kveðjur á klakann

Tisetgengið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææ


Moldvörpustríð þáttur 16

Kæru bloggvinir

hér virðist vera að fara að vora. Tré eru á mörgum stöðum farin að laufgast. Það er nú fullsnemmt, því það er ennþá næturfrost. En þau átta sig náttúrlega ekkert á því að það er oft frekar heitt á daginn. Það liggur við að það þurfi að fara að slá garðinn. 

Moldvarpan er ennþá á sínum stað og hlær að aðförum bóndans. Við vorum að vonast til að kötturinn hefði kannski náð henni af því hún var hlaupandi um með eitthvað dýr í kjaftinum sem líktist moldvörpu. En það hefur nú sennilega bara verið mús. Moldvarpan grefur ennþá í gríð og erg. Það verður gaman að vita hvernig þetta lítur út í sumar. Bóndinn er alveg hætt að lítast á blikuna og það er alveg sama hvern hann spyr, þeir hafa ekki hugmynd um hvað er hægt að gera. Svo sennilega verðum við bara að deila garði með þessu kvikindi eitthvað áfram.

Ágúst hefur verið eitthvað hálfslappur þessa vikuna. Hann hefur verið að fá hita seinnipartinn, en svo hefur ekkert verið á morgnana og hann hefur verið hress og borðað vel á daginn. Það er eins og hann sé eitthvað pirraður í munninum, svo kannski eru að koma fleiri tennur. Í nótt var hann eins og andsetinn, gat alls ekki legið kyrr og við sváfum því ekki mikið í nótt. Við erum farin að hallast að því að hann sé með eitthvað í eyrunum, svo það er búið að fá tíma hjá eyrnalækni eftir rúma viku. Hann er orðin mjög ákveðinn og hendir hlutunum í gólfið ef eitthvað er að stríða honum. Hann blaðrar mikið, mest dada og bendir á allt í kringum sig. Að kúka og öll dýr hafa sama hljóð. Kannski ekki beint samhengi þar á milli, en hann hefur allavega fundið út að það er fínt að nota sama hljóð fyrir þessa hluti. Hann er farinn að pæla í hvenær hann er búinn að gera eitthvað í bleiuna. Rífur í bleiuna og segir kúkhljóðið. Auður Elín er í algjöru prinsessukasti þessa dagana. Hún vill bara vera í kjól og horfir aftur og aftur á einhverja prinsessumynd sem hún fékk. Gaman að vita hvað það endist lengi. 

Á föstudaginn var vinakvöldmatur og við elduðum saltkjöt og baunir. Við vorum nú alls ekki viss um hvað Danirnir segðu við því. Þeir borða reyndar baunasúpu en borða svínakjöt með. En þeir voru mjög jákvæðir og fannst þetta bara nokkuð gott. Við tókum svo nokkur svið með, bara svona upp á grínið. Dönunum fannst þetta nú hálfgert ógeð, en svertingjarnir sem voru þarna borðuðu þetta með bestu lyst. Þeir eru vanir að borða lambahausa, en þá ferska. Þetta heppnaðist því framar vonum. Það er nú samt ekki víst að við verðum beðin um að elda mat aftur. Aldrei að vita hvað okkur dettur þá í hug.

Í gær var svo brunað til Þýskalands eftir sundið. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við verðum að fara að gera meira af því að versla í matinn þar, því verðið hefur hækkað alveg rosalega hérna í Danmörku. Okkur grunar að það hafi eitthvað að gera með að búðirnar eru farnar að hafa mun lengur opið og það skilar sér sennilega í vöruverðið.  Það er alveg ótrúlegt að enginn sé að benda á hversu heimskulegt þetta sé að hafa búðir opnar svona mikið. Við fengum svo lambakjöt í gær, beint frá bónda, erum að prófa frá öðrum bónda núna, þar sem sá sem við erum vön að kaupa af, átti ekki neitt. Það verður spennandi að prófa það. 

Í dag skín sólin, svo það er spurning um að viðra börnin þegar Ágúst vaknar. Bóndinn fór á fótboltaleik með félaga sínum og kemur ekki fyrr en seinnipartinn aftur. 

Jæja það er víst ekki mikið meira merkilegt héðan að frétta

Kveðja

Gummi, Ragga, Auður Elín og Ágúst Ægir


Moldvörpustríðið þáttur 15

Kæru bloggvinir

þá er sumarið víst farið aftur. Við fengum að hafa sól og blíðu í heila viku og svo um helgina kom eitthvað voða rok og rigning. Þetta hefur sennilega bara verið einhver smá prufa.

Þetta er víst búin að vera mjög klassísk og hefðbundin vika. Vinna, borða og sofa. Ágúst er búinn að vera með niðurgang mest alla vikuna, en það er víst eitthvað að lagast. Við erum ekki alveg viss um hvort þetta tengist tanntöku eða hvort þetta sé einhver pest sem er að ganga. Hann hefur nú samt verið hress og borðað vel. Svo alvarlegt hefur þetta ekki verið. En ekkert óskaplega skemmtilegt að skipta á kúkableium oft á dag. Fyrir utan að hann er allur brenndur á afturendanum. 

Bóndinn er svo lagstur í einhverja flensu. Með hita og slappleika. Vonandi að við hin förum ekki að smitast af því. Hann hefur sennilega orðið svona slappur af að slást við moldvörpuna í garðinum, sem bara vill ekki gefast upp. Frúin heldur að næsta skref sé að bóndinn setjist út í garð og reyni að plaffa hana með riffli. Hún er allavega ótrúlega lífseig.

Auður er farin að vera mjög upptekin af því að þeim systkinum sé ekki mismunað. Henni finnst hún auðvitað alltaf þurfa að láta í minni pokann fyrir bróður sínum.Hann er óttalegur stríðnispúki og notar hvert tækifæri til að stríða systur sinni. 

Við renndum til vina okkar í Odense eftir sundferðina í gær. Auður var auðvitað alsæl að fá að leika við Arndísi vinkonu sína. En við vorum ekkert að segja henni að Arndís er að fara heim til Íslands næstu 4 mánuði. Það verður nú eitthvað skrýtið fyrir þær. Þær eru farnar að leika rosalega vel saman. Í byrjun voru þær oft að rífast, en nú ná þær rosalega vel saman. 

Í dag fór frúin svo upp á loft að taka til í dótinu og ætlar að gefa slatta til dagmömmunnar. Þau leika hvorugt mikið með dót. Það er meira spennandi að þvælast í kringum okkur og hanga í löppinni á frúnni. Þau systkin eru mjög dugleg að vakna fyrir allar aldur. Í morgun vaknaði Auður fyrst og vakti auðvitað Ágúst. Svo það var heldur framlág frú sem fór með þau fram. Þau verða örugglega orðin vel lúin þegar það kemur háttatími.

Annars hefur víst lítið drifið á daga okkur síðan síðustu helgi

Látum þetta nægja í bili

Tisetgengið


Rjómablíða

Kæru bloggvinir

hér hefur verið rjómablíða um helgina og þeir eru víst eitthvað að lofa þessu áfram. Það er alltaf nóg að gera á stóru heimili.
Börnin hafa verið með einhvern snert af gubbupest. Ágúst gubbaði í svefni eina nóttina í vikunni, en svo ekkert meir og Auður Elín gubbaði tvisvar sinnum í morgun og svo ekkert meir. Þetta er nú ekki það sem manni finnst skemmtilegast að þrífa upp ælu. En svo sem allt í lagi meðan þetta er bara barnaæla. Það er búið að vera gubbupest að ganga, allavega hjá dagmömmunni. En vonandi er þetta bara búið í bili. Og vonandi sleppum við fullorðna fólkið við þennan ófögnuð.

Bóndinn á í miklu stríði við moldvörpu sem er búin að breyta garðinum hér fyrir framan í moldarflag. Ef hann setur niður gildru þá grefur hún framhjá og svo er hann búinn að prófa að setja gas og alltaf skýtur hún upp kollinum annars staðar. Maður er farinn að halda að þetta sé einhver ofurmoldvarpa sem er alls ekki hægt að koma fyrir kattanef. Hún hefur grafið sig upp úr holu meðan bóndinn stóð hjá og hann reyndi að banka í hausinn á henni með skóflu en hún lifði af. Þetta endar eflaust með að við þurfum að plægja allan garðinn upp aftur og sá grasfræi.

Ágúst hefur verið mjög virkur í að vakna fyrir allar aldir á morgnana og það er enginn möguleiki að fá hann til að sofna aftur. Í morgun var hann tekinn upp í til okkar og reynt að fá hann til að sofna aftur, en það var enginn séns. Bóndinn fór með hann fram í stofu, og hann gekk beint upp í sófa og lagðist þar og sofnaði. 

Í gær lá við að út brytist alvarleg krísa á heimilinu. Frúin fann hvergi úrið sitt og það er nú ekki gott. Varaúrið var batteríslaust, svo þetta var nú hálfgert neyðarástand. En það var farið og fengið batterý í varaúrið. Í morgun fann Auður svo hitt úrið, svo nú ætti þetta allt að reddast, þó að aðalúrið týnist.

Okkur var svo boðið í 60 ára afmæli hjá kunningjafólki okkar í dag. Þar var margt um manninn. Þetta var haldið á veitingarstað og boðið í brunch. Maturinn var nú frekar ógirnilegur, en svo sem allt í lagi. Það voru auðvitað haldnar ræður og sungið, eins og venja er í dönskum afmælum. Og yfirleitt eru sungnir söngvar sem eru svo hátt uppi að nánast enginn getur sungið með. En þeim finnst þetta óskaplega huggulegt. 

Annars er hér allt í föstum skorðum. Auður er mjög ánægð í leikskólanum og spyr á hverjum degi, líka um helgar, hvort hún eigi ekki að fara í leikskólann. Ágúst virðist líka vera mjög ánægður hjá dagmömmunni. Hann er voða duglegur að knúsa alla, bæði allar stelpurnar sem eru með honum og líka fullorðna fólkið. Þau eru alveg eins og svart og hvítt að því leyti systkinin. Ágúst gengur að öllum og talar eitthvað, en Auður vill helst ekki vera neins staðar þar sem er fólk sem hún ekki þekkir. En kannski á þetta eftir að breytast eitthvað. Það er allavega mjög mikilvægt að þau séu ánægð í leikskóla og hjá dagmömmunni. 

Frúin ætlaði að ráðast í að taka til í dótinu uppi á lofti og ryksuga kóngulóavefi, en það vannst ekki tími til þess. Það verður að bíða betri tíma. Kóngulærnar hafa þá meiri tíma til að vinna vinnuna sína. 

Jæja ætli sé ekki best að fara að sinna börnum og búi

kveðja frá Tiset


Kötturinn sleginn úr tunnunni

Kæru bloggvinir

Hér er enn blíðskaparveður. Maður fer að halda að veturinn komi ekkert. En það er of fljótt að hrósa happi. Það hlýtur að koma eitthvað skítaveður. Við náðum meira að segja að þrífa bílinn bæði að utan og innan í dag. Það var svo sem engin vanþörf á. Ótrúlegt hvað þessar bifreiðar geta orðið drullugar. 

Síðasta sunnudag voru vinir okkar frá Odense í heimsókn. Auður og Arndís voru ægilega duglegar að leika uppi á lofti. Eitthvað var frúnna farið að gruna að ekki væri allt með felldu. Hún kíkti á þær og þá voru þær búnar að sprengja grjónastól sem var uppi og það voru litlar frauðkúlur út um allt. Frúnni féllust algjörlega hendur, svo hurðinni var bara lokað og svo var ráðist í að ryksuga þetta í gær. Engin smá vinna. Þeim stöllum fannst þetta hin besta skemmtun og skildu ekkert í því að við vorum frekar óhress með þetta. Þær fóru svo og slógu köttinn úr tunnunni hérna í Tiset. Báðar klæddar út sem prinsessur. Það var nú ekki minna spennandi. Þær fengu nammi og bollu og voru nokkuð sáttar. 

Ágúst var heima á mánudaginn þar sem hann var enn slappur eftir sprautuna. Hann hefur svo verið hress restina af vikunni. Auður kom heim úr leikskólanum á mánudaginn og var komin með hita. Hún var því heima á þriðjudaginn. Hún var hitalaus á þriðjudaginn, en við héldum henni samt heima. Frúin hefur verið eitthvað slöpp líka og fékk svo útbrot á hendur og fætur. Auður fékk það líka og þar sem það er að ganga gin- og klaufaveiki í leikskólanum komumst við að þeirri niðurstöðu að við hefðum fengið væga útgáfu af þessu. Karlarnir á heimilinu hafa sloppið við þetta. En Ágúst fékk þetta á Íslandi í sumar. Þetta hefur því verið óvenju mikil veikindavika á heimilinu. Þó að krakkarnir séu oft kvefuð, þá er mjög sjaldgæft að þau fái hita og komist ekki í leikskóla. Sem betur fer. 

Það hefur svo verið öskudagsskemmtun bæði í leikskólanum hjá Auði og hjá dagmömmunni hjá Ágústi. Auður er búin að hlakka til í heilan mánuð, svo hún var mjög fegin að geta loksins farið í prinsessukjólnum í leikskólann. Ágúst var líka klæddur í búning og var víst góður að vera í honum. Hann skildi nú ekkert í þessu.

Í gær urðum við að skrópa í sundi því okkur var boðið í afmæli. Það gerist nú sennilega ekki neitt við að sleppa því einu sinni. Ágúst hefur reyndar sleppt tvö síðustu skipti því hann var veikur síðustu helgi. Í gær fór bóndinn á fótboltaleik svo við vorum bara ein heima. Í dag réðumst við í stórframkvæmdir. Fataskápurinn inni hjá krökkunum var rifinn í sundur svo við gætum komið honum upp á loft. Þá var hægt að flytja kommóðuna innan frá okkur inn til krakkanna aftur og það kom heilmikið pláss bæði inni hjá krökkunum og inni hjá okkur. Ótrúlegt hvað svona litlar breytingar geta gert mikið. Svo er planið að kaupa koju handa krökkunum þegar Ágúst er orðinn aðeins eldri.

Jæja þetta er víst það sem helst hefur á daga okkar drifið þessa vikuna.

kveðja

Tisetgengið 


Sól í heiði

Kæru bloggvinir

hér skín sól í heiði, en það er nú ansi kalt, svo þetta er nú víst það sem maður kallar gluggaveður. Það hefur verið ágætis veður hér undanfarið og á víst bara að vera áfram. Við höfum ekki ennþá fengið almennilegt vetrarveður, og vonum bara að við sleppum við það. Það væri fínt okkar vegna.

Hér er allt komið í samt horf aftur eftir fríið. Auður var óskaplega ánægð með að komast aftur í leikskólann. Vinkona hennar kom líka í heimsókn í gær og þær léku sér heillengi uppi á lofti án þess að það væri neitt vesen. Hún er voða mikið að spá og spekulera þessa dagana. Ansi margt fróðlegt sem kemur frá henni. Þeir vilja meina í leikskólanum að hún eigi stundum svolítið erfitt með að finna réttu orðin, svo nú eigum við að þjálfa hana í því. Hún á að fá bók sem við límum inn í myndir hér að heiman og svo er hún með myndir frá leikskólanum og þannig á hún að æfa sig. Hún er nú ekki sú besta að sitja kyrr, en það lærist nú örugglega. Við mæðgurnar fórum í bíó í vetrarfríinu. Hún hafði ekki prófað það áður og fannst þetta auðvitað mjög merkilegt. Veit ekki hvort henni fannst meira spennandi að hún fékk sinn eiginn popppoka og smá nammipoka. En hún sat allavega grafkyrr í einn og hálfan klukkutíma. Það eru ekki hlé í bíó í Danmörku. Svo ef maður þarf að pissa, þá verður maður bara að læðast út. Henni fannst nú frekar skrýtið að hún fór í bíó á sama stað og þar sem við förum í sund. Daginn áður var hún svo í svona hoppikastala og alls konar dóti. Það gerist allt í íþróttahúsinu.

Á föstudaginn fórum við svo í vinakvöldverð sem við höfum verið að taka þátt í. Síðast þegar við fórum voru þar nokkrir mjög svartir menn frá Suður-Súdan sem sungu sálm á afrísku. Bóndanum og íslensku vinum okkar þótti því mikilvægt að við syngjum sama sálm á íslensku svo það varð úr. Þetta gekk nokkuð skammlaust fyrir sig. Við vorum nú ekki klöppuð upp, en það er sennilega eingöngu vegna þess að Suður-Jótar eru svo hógværir að þeir hafa ekki kunnað við það. Við ætlum svo að taka með okkur saltkjöt og baunir með næst. Það þarf að fara að leggja í salt. 

Ágúst fékk bólusetningu á föstudaginn og varð ansi slappur af því. Hann var með hita í gær og alveg ómögulegur. Hann er nú ekki vanur að vera svona slappur. Hann er eitthvað hressari í dag. Hann á svo eina bólusetningu eftir og svo er ekki aftur fyrr en hann verður 4 ára. Hann er annars ekkert stressaður yfir svona stungum. Vælir smá og er svo bara orðinn eins og hann á að sér að vera. Ekki mikið mál að fara með þau systkin til læknis, sem betur fer. 

Í dag er svo fyrsta öskudagsskemmtunin af mörgum. Auður er gríðarlega spennt, en Ágúst skilur ekkert í þessu. Vinir okkar koma frá Odense og þá geta Auður og Arndís farið saman. Það verður nú eitthvað fjör. 

Jæja þetta er víst það sem helst hefur á daga okkar drifið

Kveðja

Tisetgengið


Vetrarfrí

Kæru bloggvinir

þá erum við búin að vera í vikufríi frá vinnunni. Við höfum nú svo sem ekki setið auðum höndum. Við kláruðum að setja lista í kringum gluggana, svo nú á bóndinn bara eftir að mála þá og þá er þetta eins og nýtt. Ótrúlegt hvað þetta breytir miklu, maður skilur ekki hvernig maður hefur lifað af að hafa þetta svona, svona lengi.

Veðrið hefur nú verið alveg ágætt. Dálítið kalt en samt fínasta veður. Við erum búin að útrétta alveg helling, en það er nú samt alltaf eins og það sé hellingur eftir. En gott að geta klárað eitthvað

Frúin var hálf slöpp í byrjun vikunnar. Hún hóstaði svo mikið að henni leist ekki á blikuna og endaði með að fara til læknis. Hún sagði að þetta væri bara vírus og Auður væri með það sama og með það vorum við sendar heim. Þetta er nú eitthvað að lagast. Auður er orðin ansi þreytt á að vera heima og vill endilega fara að komast í leikskólann. Hún fékk vinkonu sína í heimsókn í vikunni. Þær voru svaka duglegar að leika. Hún er byrjuð að fara í svona hálfgerðan sunnudagaskóla með þessari stelpu líka. Það eru reyndar ekki svo mörg skipti eftir, en síðast fannst henni þetta allavega mjög gaman. Þetta er eldra fólk sem syngur og leikur eitthvað við börnin. Ef þetta heppnast vel næstu tvö skipti, þá fer hún kannski aftur á næsta ári. Foreldrar þessarar stelpu eru frá Hollandi, en þau fluttu til Danmerkur fyrir 10 árum síðan og keyptu sér jörð og eru með kúabúskap. Þau eru voða vinaleg.

Ágúst er farin að reyna að tjá sig meira og meira. Maður skilur nú svo sem ekki mikið af því sem hann segir, annað en hæ og meira. Hann er algjör frekjudolla og tekur ægileg frekjuköst en er nú yfirleitt fljótur að verða góður aftur. Þau hafa nú verið ágæt að leika sér í fríinu en síðustu daga hefur nú eitthvað verið að slettast upp á vinskapinn. Þau þurfa að fara að komast í fasta ramma aftur. 

Annað er nú víst ekki mikið til tíðinda héðan.

Kveðja frá Tiset 

Gummi, Ragga, Auður Elín og Ágúst Ægir

 


Rok og rigning

Kæru bloggvinir

þá er hann aftur lagstur í rigningu og rok. Það er svo sem ágætt að losna við kuldann. Moldvarpan sem er að hrella bóndann er allavega vöknuð úr dvalanum aftur. Hún er algjörlega búin að fara hamförum hér í garðinum. Vonandi að þetta grói upp í sumar. En garðurinn getur orðið ansi holóttur og leiðilegur. Hún hefur verið ansi slunginn þessi. Hún hefur grafið framhjá gildrunum og nánast hlegið upp i opið geðið á honum.

Annars er allt við það sama hér í kotinu. Frúin er með eitthvað leiðinda kvef og Auður Elin hóstar líka mikið. Karlpeningurinn á heimilinu er aldrei þessu vant ekki með kvef. Ætli við mæðgur neyðumst ekki til að fara til læknis á morgun og athuga hvort við séum komnar með kalda lungnabólgu, en þeir kalla það þegar maður er með lungnabólgu og er ekki með hita. Vonandi er þetta nú bara svæsið kvef. Það er allavega sjaldan að frúin er með svona slæmt kvef.

Það er frí í skólum í næstu viku. Dagmamman hjá Ágústi er með lokað svo við höldum frí öll. Það á nú að reyna að vinna eitthvað i húsinu og klára ýmislegt sem ekki vinnst tími til svona hversdagslega. Það er eitthvað boltaland hérna rétt hjá, sem við ætlum að kíkja á. Það gæti líka verið gaman að fara með Auði Elínu í bíó. Hún hefur ekki prófað það síðan hún var ungabarn þegar hún fór í mömmubíó. Það er voða sniðugt tilboð fyrir mæður með ungabörn. Þá eru sýndar fullorðnismyndir á morgnana. Maður getur komið inn í bíóið með barnavagninn og hitað pela og gefið brjóst og allt. Frúin prófaði þetta nú bara einu sinni, en þetta var mjög fínt.

Í dag fórum við í heimsókn til Odense. Auður og Arndís léku sér allan tímann án þess að verða óvinir. Það er nú ótrúlegt hvað þær ná vel orðið saman. Í byrjun voru þær oft eitthvað að rífast. Ágúst var frekar harðhentur við Emil. Ágúst er vanur að þurfa að berja frá sér hjá dagmömmunni sem er með 4 frekar stelpur líka. En Emil, sem fyrir utan að vera bara 10 mánaða, er ekki vanur svona harkalegum brögðum, var nú ekkert allt of hress með meðferðina.

Jæja það er víst lítið annað í fréttum héðan i bili

kveðja

Tisetgengið

 


Þorrablót

Kæru bloggvinir

þá erum við hjónakornin búin að blóta þorra. Það var gert í gær í bæ sem er ca. 40 km hér frá. Við fórum þangað líka fyrir 2 árum síðan. Fórum ekki í fyrra af því þá var Ágúst svo lítill. Þetta var hin fínasta skemmtun. Góður matur og góður söngur. Frúin söng svo mikið að hún missti röddina. Það voru svo einhverjir tveir strákar að spila, það var svo tilbreytingalítið að við vorum alveg að tapa okkur yfir því. En við fórum nú heim um miðnætti. Það er alveg sama hvert maður fer í Danmörku og hittir Íslendinga. Mjög margir af þeim eiga ættir að rekja á Suðurnesin. Maður er farinn að halda að helmingur Suðurnesjamanna hafi flutt til Danmerkur. 

Bóndinn er búinn að vera að vinna í að koma einhverju skikki á ljósmyndirnar. Þetta er nú töluverð vinna, svo þær koma ekki alveg strax á bloggið, en það er verið að vinna í þessu. Frúnni fannst við ekkert vera búin að taka margar myndir. En það var víst einhver vitleysa.

Frúin er búin að taka þá ákvörðun að reyna að venja Ágúst af að fá pela á kvöldin. Hann er farinn að borða svo mikinn mat, að það hlýtur að vera nóg. Hann vildi ekki pela hjá barnfóstrunni í gærkvöldi, en svaf samt í alla nótt. Við ætlum því að reyna að sjá hvort ekki sé hægt að venja hann af þessu. Það væri voða mikill munur. Hann hefur hingað til fengið mesta skemmtun af því að rífa allt og tæta. En það virðist vera að hann sé eitthvað að fatta að það sé hægt að byggja upp líka. Þau systkin fá annars mesta skemmtun úr því almennt að rífa allt og tæta og svo leika þau sér ekkert með það sem þau eru búin að róta út. Þau eru búin að vera algjörlega á útopnu um helgina og hafa átt voðalega erfitt með að gegna. Við fórum í dag og skoðuðum geitur og kindur í litlum dýragarði hérna rétt hjá. Auður hefur nú alltaf verið hálfsmeyk við þetta, en hún var voða brött í dag og þorði að gefa þeim úr lófanum. Við fórum í sund í gær og hún var eitthvað búin að tala um að hana langaði að prófa rennibrautina. Henni snérist þó hugur á miðri leið upp tröppurnar. En stóð svo og horfði á krakkana renna í smá stund og þorði svo að fara með mömmu sinni. Móðirin er nú ekkert óskaplega hrifin af svona fyrirbærum, en þessi reyndist nú nokkuð skaðlaus. Ekkert mjög brött. Þetta er alveg týpískt fyrir Auði, hún er með voðalega lítið hjarta, en svo allt í einu er hún tilbúin og við fórum örugglega 10 ferðir í rennibrautina í gær. Það getur verið maður geti platað hana til að fara sjálfa fljótlega.

Það hefur verið vorveður hér í dag og þeir eru eitthvað að spá því áfram. Það væri ekkert leiðilegt ef við þyrftum ekki að fá meiri vetur. En það er sennilega og fljótt að vonast eftir vorinu.

Jæja þetta var víst það helsta héðan úr Baunaveldi.

 kveðja

Gummi, Ragga, Auður Elín og Ágúst Ægir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband