24.2.2013 | 19:05
Sjúkrahúsvist
Kæru bloggvinir
hér hefur aldeilis verið mikið að gera síðustu dagana. Það er ennþá ansi kalt, en þeir eru nú að lofa eitthvað hlýnandi veðri í næstu viku. Við bíðum spennt eftir vorinu. Það verður nóg að gera eins og venjulega.
Ágúst Ægir hefur verið voðalega kvefaður og átti að fara í fyrstu bólusetninguna á þriðjudaginn. En lækninum leist ekki á hóstann í honum svo hún sendi okkur til barnalæknis. Við fórum til hennar á fimmtudaginn og hún hélt að Ágúst gæti verið með kíghósta eða RS vírus. VIð mæðginin vorum því send á sjúkrahúsið í Sönderborg til frekari rannsókna. Það varð að senda stjúpömmuna að sækja Auði og passa hana þar til bóndinn var búinn að vinna. Frúin var lögð inn á barnadeildina á sjúkrahúsinu og kom ekki heim fyrr en í dag. Ágúst er búinn að fá astmapúst alla dagana og það hefur hjálpað. Hann hóstar allavega minna og líður betur. Hann hefur verið nánast hitalaus, sem betur fer og hefur getað sofið nokkuð vel á nóttinni. Það kom í ljós að drengurinn er hvorki með kíghósta, né RS vírus. Þetta er sennilega bara svæsið bronkítis. Það er mjög algengt hérna. Það er víst líka mjög mikið af börnum sem fær RS vírus þessa dagana, svo það er gott að við sluppum við það. Þær sögðu á sjúkrahúsinu að það væri mjög algengt að börn sem ættu eldri systkini væru oftar veik, af því eldri systkinin bera heim alls konar bakteríur. Við vorum sett í einangrun til að byrja með og máttum ekki fara út af stofunni. Kosturinn við það var að manni var færður matur og öll þjónusta. Frúin slappaði næstum því af. Það var voða gott að koma heim og ég er ekki frá því að drengurinn hafi bara lagast heilmikið við það. Það er örugglega mun heilbrigðara loftið hérna hjá okkur en á sjúkrahúsinu. Það var svo þurrt loftið að frúin var orðin skrælnuð á höndum og í andlitinu. Hún drakk og drakk en var alltaf þyrst. Við vonum nú fari þessu veikindastandi fari eitthvað að létta. Við erum ekki vön þessu. En við erum svo sem búin að vera ótrúlega heppin.
Bóndinn og Auður fengu að gista hjá Óla og Guðný og Auður gat leikið við Arndísi. Þær voru nú orðnar eitthvað þreyttar á hvor annari. En það verður vonandi fljótt að lagast. Auður hefur annars staðið sig eins og hetja og Ágúst Ægir líka. Hann hefur brosað að þessu öllu saman og hjúkrunarkonurnar og læknarnir hafa aldrei séð annan eins sjarmör og hörkutól. Ekki að spyrja að því!
Jæja best að fara að hætta þessu veikindatali. Það hefur lítið annað gerst hér síðustu vikuna. Vonandi höfum við frá einhverju meira spennandi að segja í næstu viku.
kveðja
Lasarusar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2013 | 20:37
Öskudagur
Kæru bloggvinir
þá er búið að slá köttinn úr tunnunni hér í Tiset. Það var svaka fjör og Auður Elín skemmti sér mjög vel, með Arndísi vinkonu sinni. Það hefur verið pínu kalt hér undanfarið, og það er víst ekkert útlit fyrir að það lagist. En meðan það er ekki allt á kafi í snjó, þá þýðir ekkert að kvarta. Vorið hlýtur að koma.
Eins og venjulega voru gerð stór plön um hvað við ættum að gera í vetrarfríinu, en nú er það búið og við náðum ekki næstum því öllu sem við ætluðum, þó við værum á fullu alla dagana. Við útréttuðum helling. Það var ráðist í að leita að nýju reiðhjóli handa frúnni. Hún hefur ekki keypt nýtt hjól í 20 ár, svo það var kominn tími á það. Við héldum það yrði nú auðhlaupið að því að fá hjól, þar sem maður býr nú í landi þar sem mikið er hjólað. En nei, hér eru nánast eingöngu seld reiðhjól með fótbremsum og mjóum dekkjum. Það hentar frúnni illa, svo við enduðum á að fara til Þýskalands, þar sem bæði var hægt að fá með fót- og handbremsum fyrir minni pening. Svo við keyptum eitt stykki. Frúin er ekki búin að prófa það almennilega ennþá, af því það hefur verið svo kalt. En það verður spennandi.
Auður Elín hefur verið mjög ánægð með að vera í fríi og ekkert kvartað yfir öllu þessu flakki á okkur. Ágúst Ægir hefur verið mjög sáttur líka, bara sofið þetta allt af sér. Hann er byrjaður að velta sér af maganum yfir á bakið og finnst það mjög fyndið. Þó hann sé mjög kvefaður ennþá, er hann mjög kátur og brosir endalaust. Það koma nú ekki mikil hljóð ennþá, en það er örugglega alveg að koma. Honum finnst voða gaman að kíkja á sjálfan sig í spegli og blaðrar og blaðrar við spegilmyndina. SKilur örugglega ekkert í að hún svarar ekki. Auður þarf að vera í gipsi í 3 vikur. Hún hefur tekið því ótrúlega vel. Hún er aðeins farin að nota brákuðu hendina. Hefur ekki verið mjög hrifin af því.
Á morgun kemst allt í samt horf aftur. Bóndinn fer að vinna og Auður fer í leikskólann. VIð vorum að fá að vita að Ágúst Ægir fær pláss hjá sömu dagmömmu og Auður var hjá. Við erum mjög sátt við það. Það er auðvitað ekkert skemmtilegt að það þurfti fólk í bænum að skilja, til að hann fengi pláss. En við því er ekkert að gera.
Jæja best að fara að kíkja í rúmið.
kveðja
Gummi, Ragga, Auður Elín og Ágúst Ægir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2013 | 18:45
Heimsókn á slysó
Kæru bloggvinir
hér hefur verið mikið að gera síðustu viku. Ágúst Ægir hefur verið mjög kvefaður. Frúin fór með hann til læknis og hann er kominn með bronkítis. Hann er þó hitalaus og mjög hress. Hann er búinn að fá pensillínkúr og við vonum að það hjálpi eitthvað. Hann er með ljótan hósta. Sem betur fer sefur hann ágætlega og er almennt geðgóður.
Á föstudaginn datt Auður Elín úr leikturni í leikskólanum og ca. 1.50 m. niður á dýnu á gólfinu, Hún kveinkaði sér nú ekkert mjög mikið. En við ákváðum að fara með hana á slysó til öryggis. Það var tekin mynd. En þar sem það er enginn læknir á vakt á slysavarðstofunni hér næst okkur, þá þarf að bíða þar til á morgun með að finna út, hvort hún er brotin. En til öryggis var hún sett í gips. Ef hún er brotin þarf hún að vera í gipsi í 3 vikur, en annars megum við taka það af á morgun eða þriðjudaginn. Svo nú er bara að sjá. Eftir þetta allt saman finnst manni þetta nú bara orðið gott í bili. Við vonum að næsta vika verði friðsamlegri. Bóndinn er í fríi, en við reiknum nú ekki með að fara í langa túra. Kannski kíkjum við til Árósa. Það er orðið ansi langt síðan við vorum þar.
Annars hefur lífið gengið sinn vanagang. Í dag er öskudagur og bolludagur. Við fórum í kaffi til Sönderborg. Þau eru að flytja til Odense, svo það verður heldur lengra að fara í kaffi. En við verðum örugglega fljót að venjast því. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Við erum búin að borða heimabakaðar vatnsdeigsbollur. Við erum örugglega búin að fá nóg af rjóma í dag.
Það er lofað kólnandi veðri í næstu viku. Það er ýmist í ökkla eða eyra. Það eru margir kvefaðir, sennilega af því að veðrið er ýmist kalt eða heitt.
Það mætti alveg fara að vora, en við verðum víst að bíða eitthvað lengur eftir því.
Jæja það er víst ekki mikið meira í fréttum hér í bili .Endilega kíkið á myndirnar sem bóndinn var svo duglegur að setja inn.
kveðja
Tisetgengið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2013 | 21:52
Nýjar myndir
Kæru bloggvinir
það eru loksins komnar nýjar myndir, endilega kíkið á þær
kveðja
tisetgengið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2013 | 08:28
Veikindi
Kæru bloggvinir
þetta er nú alveg orðið rosalegt, hvað frúin er ekki að standa sig í blogginu. Vonandi að fólk gefist ekki upp á að lesa pistilinn, sem aldrei kemur á réttum tíma. Hér hefur verið voðalegt veikindastand. Auður varð í fyrsta skipti svona alvöru veik. Hún er nú oft kvefuð, en á föstudaginn lagðist hún í hita og kvef og lá á sófanum mest af daginum. Manni var ekki farið að standa á sama. Hún er nú yfirleitt á fótum, þó hún sé slöpp. Hún er nú eitthvað að braggast. Það er planið að hún fari í leikskólann á morgunn. Ágúst Ægir hefur verið stíflaður í nefinu og er að kvefast meira núna. Við hjónaleysin höfum líka verið eitthvað kvefuð, en ekki lagst í rúmið ennþá. Vonum að við sleppum við það. Það er ekkert mjög skemmtilegt þegar þessi krakkagrey eru lasin, því þau geta ekki sagt svo mikið til um hvar þeim er illt. En það er vonandi að þetta fari eitthvað að lagast.
Ágúst Ægir var farin að vera voða duglegur að sofa úti í barnavagninum, náði að sofa í 3 tíma í einu, en það er nú ekki hægt að láta hann sofa úti meðan hann er svona slappur.Það er rosa munur þegar hann getur sofið svona lengi í einu.
ANnars hefur allt verið við það sama hér undanfarið. Frúnni tókst með einstakri lagni að hella sjóðandi vatni yfir hendina á sér eitt kvöldið. En sem betur fer náði hún að kæla þetta svo mikið að þetta reddaðist. Það er á svoleiðis stundum sem það er svolítið vesen að búa svona úti í sveit. Maður þarf að pæla verulega í, hvort það borgi sig að keyra í rúman hálftíma til að komast á slysavarðstofu. En í svona tilfelli myndu þeir sennilega ekki gera mikið.
Það var farið að hlýna í síðustu viku, svo í gær snjóaði og þeir eru að lofa kólnandi veðri í þessari viku. Ekki skrýtið að börnin verði lasin í þessum umhleypingum. Auður Elín er nú líka dugleg að koma heim með einhverjar kvefpestir af leikskólanum og svo smitar hún Ágúst af því. Það er reglulega lús í leikskólanum, það er nú bara venjulegt. Það nýjasta er svo að það er kominn upp njálgur, maður verður ekkert smá góður í að lækna alla mögulega kvilla eftir þetta allt saman.
Í næstu viku er svo frí í skólum, svo bóndinn er í fríi og Auður verður í fríi á leikskólanum. Það er öskudagur á sunnudaginn, og kötturinn verður sleginn úr tunnunni. Við erum búin að kaupa einhvern prinsessukjól fyrir ungfrúnna. Hún vildi það helst. Það er voða sport að vera í kjólum þessa dagana, þær eru sennilega eitthvað að dansa í leikskólanum. Það er mikilvægt að vera eins og hinir. Það byrjar snemma.
Jæja ætli það sé ekki best að fara að sinna sjúklingunum. Það er vonandi að þetta blogg sé eitthvað gáfulegra en það síðasta. Frúin var svo syfjuð að hún sofnaði nokkrum sinnum meðan hún var að skrifa það. Þess vegna hefur það sennilega ekki verið mjög gáfulegt! :)
kveðja
Gummi, Ragga, Auður Elín og Ágúst Ægir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2013 | 20:39
Hlýnandi veður
Kæru bloggvinir
það hefur verið hryllilega kalt hér síðustu viku. En þeir eru að lofa hlýnandi veðri eftir helgi. Það byrjaði að hlána í dag. Við vonum að það haldi eitthvað áfram. Það er búið að vera kalt, ansi lengi.
Ágúst er orðin mikið betri af kvefinu. Við fengum sjúkraþjálfa til að kíkja á hann í vikunni. Af því hann er ennþá með eitthvað smá magavesen.. Hann er stífari í vöðvunum í annarri síðunni. Við eigum að gera einhverjar æfingar með honum og svo þurfum við að fara í nokkra tíma hjá sjúkraþjálfanum. Við vonum að það eigi eftir að hjálpa honum eitthvað. Frúin fór með hann í mæðrahóp í vikunni líka. Það voru 3 aðrar stelpur með börnin sín. Það voru bara strákar. Greinilega mikið af strákum í nágrenninu.
Við vorum búin að reikna með að þurfa að senda Ágúst til nýrrar dagmömmu, ekki þeirrar sem Auður var hjá. En nú getur verið að við fáum pláss. Það er eitt par í bænum að skilja svo það losnar mögulega pláss. Það kemur í ljós fljótlega. Það væri auðvitað frábært að fá pláss hjá henni.
Auður hefur verið mjög öfugsnúin þessa vikuna. Við vitum ekki hvort það er síðbúin afbrýðisemi eða hvað þetta er. Hún hefur lagast aftur. Virðist taka svona rokur af og til. Henni líkar vel á leikskólanum og leikur við marga krakka. Það er mikið að gera í leikskólanum að undirbúa öskudaginn. Við erum búin að kaupa búning handa henni. Hún vildi fá prinsessukjól. Hún er mjög upptekinn af kjólum þessa dagana og vill vera í kjól á hverjum deg. Við fjárfestum því í prinsessukjól í dag. Við fórum í heimsókn til Guðný og Óla í Sönderborg. Það var eins og venjulega mjög huggulegt. Það slettist nú upp vinskapinn nokkrum sinnum. En þær eru fljótar að jafna sig Það var mjög uppgefin ung stúlka sem fór í rúmið í kvöld.
Við fórum og skiluðum storkinum sem var settur í garðinn hjá okkur. Dagmamman í bænum verður kannski með laust pláss þegar frúin fer að vinna. Hún er með allt fullt núna, en eitth parið í bænum er kannski að skilja, svo dóttir þeirra verður flutt til annarar dagmömmu. En það er ekki alveg komið á hreint. Við vonum að hann fái pláss.
Jæja best að fara hvíla sig
Kveðja
Gummi, Ragga, Auður Elín og Ágúst Ægir
dddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2013 | 13:21
Kuldakast
Kæru bloggvinir
Hér hefur verið ansi kalt síðustu vikuna. En mjög fallegt veður, svo við getum nú ekkert mikið kvartað. Hingað til hefur ekkert vesen skapast af snjónum.
Ágúst Ægir er búin að vera smá lasinn. Hann hefur verið voða stíflaður í nefinu og fékk hita í einn eða tvo daga. Auður Elín er búin að vera kvefuð í lengri tíma, svo frúin fór með hana til læknis. En hún heldur bara að hún sé með eitthvað ofnæmi. Það er ekki hægt að finna út fyrir hverju hún er með ofnæmi, fyrr en hún verður aðeins eldri. Hún er búin að vera hóstandi í heilan mánuð, svo það er nú ekki skrýtið að Ágúst hafi smitast af þessu. Hann er nú að hressast og er farinn að borða meira og vera eins og hann á að sér að vera.
Bóndinn fór að vinna aftur á mánudaginn. Það er nú pínu erfitt að fara á fætur á morgnana þegar við hin erum sofandi. En þetta kemst nú sennilega í vana. Ágúst Ægir vaknar oftast einu sinni á nóttu til að drekka og sofnar svo aftur. En hann er mjög lengi að drekka og ropa, svo við erum oft vakandi í klukkutíma eða tvo. Við ætlum að reyna að láta kíkja á, hvort þetta er eðlilegt að hann sé eigi svona erfitt með að losna við loft. Hann er ekki búin að vera eins slæmur í maganum undanfarið, svo það er nú jákvætt.
Annars hefur vikan nú farið í að venjast því að þurfa að pakka allri familíunni inn og keyra Auði í leikskólann. Hún er mjög ánægð á leikskólanum og akkúrat núna virðist starfsfólkið vera stabílt. Það hefur verið dálítið rót á fólkinu.
Við Auður fórum í sund í gær. Ætluðum að fara með Ágúst líka, en af því hann er búinn að vera svona kvefaður, þá ákváðum við að bíða þar til næsta laugardag. Auður er orðinn mjög dugleg að synda og fæst meira að segja til að fara í stóru sundlaugina, sem er frekar köld, allavega á íslenskan mælikvarða.
Jæja best að fara að sinna búi og börnum.
Kveðja
Tisetfamilían
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2013 | 14:50
Vetur konungur
Kæru bloggvinir
hér hefur lífið verið að færast í meiri fasta ramma, eftir hátíðirnar. Maður hefur nú bara verið pínu eftir sig eftir allt þetta át og veislustand. Bóndinn fer að vinna á morgun, og þá fer þetta allt saman að smella saman aftur. Hann er nú ekkert mjög spenntur yfir að fara að vinna aftur, finnst alveg ágætt að vera hérna heima hjá okkur og okkur finnst voða gott að hafa hann.
Auði hefur líkað vel að komast í leikskólann aftur og fá smá reglu á hlutina. Hún er að þroskast mjög mikið þessa dagana og kemur oft með ansi skemmtilegar pælingar. Hún er líka greinilega búin að læra að fá það sem hún vill, því hún er byrjuð að segja að mamma hafi leyft eitthvað, ef hún fær nei hjá pabba sínum. Það byrjar snemma. Hún hefur verið svo kvefuð undanfarið að við slepptum því að fara í sund í gær. En stefnum á það að frúin og Ágúst Ægir fari með næst. Það verður spennandi að sjá hvort hann verður eins brjálaður og hún var til að byrja með. Hann er nú farin að sýna takta sem minna ansi mikið um Auði Elínu á sama aldri.
Í dag verður svo sviðaveisla, Óli og Guðný koma. Það er reyndar bara Óli sem borðar svið, en við hin fáum þá bara meira. Nágrannarnir voru nú búnir að sýna þessu áhuga, en þau koma örugglega bara næst og fá smakk.
Hér hefur kólnað töluvert undanfarið. Og kastað smá éli. En meðan það er ekkert meira, þá er það nú svo sem ágætt. Manni bregður nú dálítið við þegar það fer úr hita niður í frost. En það er ekki við öðru að búast á þessum árstíma.
Á föstudaginn fórum við hjónaleysin í verslunarleiðangur. Bóndinn fékk gjafakort frá vinnufélögum sínum og við fórum að eyða því. Vorum svo heppin að það voru útsölur, svo við fengum alveg helling fyrir peninginn. Voða gaman að geta bara eytt peningunum í það sem manni langar í.
Ágúst Ægir hefur verið eitthvað ergilegur undanfarið, sérstaklega seinnipartinn. En sem betur fer, sefur hann ágætlega á nóttinni.
Jæja það er víst lítið annað í fréttum hér.
Kveðja
Tisetgengið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2013 | 19:41
Skírn
Kæru bloggvinir
frúin biðst velvirðingar á því að bloggið ekki kom á réttum tíma þessa vikuna, frekar en í síðustu viku. Hún verður að fara að taka sig á í þessu. Batnandi fólki er best að lifa, er það ekki?
Hér hefur allt verið á fullu við að undirbúa skírnarveislu. Drengurinn var svo skírður í gær og fékk nafnið Ágúst Ægir. Við hjónaleysin vorum nú frekar ósammála um nafnið til að byrja með, en skrifuðum niður þau þrjú nöfn sem okkur fannst helst koma til greina. Við skrifuðum bæði nafnið Ágúst og það var ákveðið að það gengi bæði á Íslandi og hér í Danaveldi. Síðan var Ægis nafnið valið sem tenging við Ísland og svo af því að drengurinn er nú bæði ljúflingur, en líka hörkutól. Hann fæddist með naflastrenginn vafinn 4x um hálsinn, en kláraði sig vel af því. Presturinn átti heldur ekkert allt of erfitt með að segja Ægis nafnið og það eru nokkrir Danir búnir að reyna að segja Ægis nafnið, með misjöfnum árangri. En mestu skiptir að þeir reyna. Eftir skírnina var svo boðið í hádegismat og kökur. Þetta fór allt vel fram, en það er nú ekkert of mikið pláss fyrir marga gesti hérna inni. En þetta hafðist allt saman.
Auður Elín var alveg rosalega stillt í kirkjunni. Hún er vön að fara í kirkju, bæði með dagmömmunni og leikskólanum. Henni finnst mjög spennandi að fara í kirkju og sat með sálmabókina á lærunum og fylgdist með. Hún verður einhvern tíma góð.
Planið var svo að slappa af í dag, en það gekk nú ekki eftir. Það hljóta að koma dagar þar sem það verður eitthvað rólegra hjá okkur.
Ágúst Ægir hefur tekið því ansi vel að vera skírður. Hann svaf mestallan tímann í kirkjunni í gær og líka eftir hann kom heim. Hann er orðinn betri í maganum. Við skiptum uim þurrmjólk og það virðist vera betra fyrir hann. Við vonum að það haldi áfram að ganga betur. Hann er voða fyndinn týpa. Hann getur verið sallarólegur og svo orðið alveg brjálaður á nokkrum sekúndum og svo róast aftur, þegar hann fær það sem hann vill.Nú þarf maður svo bara að venja sig á að kalla hann nafninu. Það er svo langt síðan við ákváðum það, en vildum ekkert segja fyrr en eftir skírnina.
Bóndinn er heima þessa vikuna, en í næstu viku fer hann aftur að vinna, svo þá þarf frúin að fara að venja sig á að vakna snemma og koma Auði á leikskólann. En þetta hlýtur að hafast.
Það ættu að koma myndir fljótlega úr skírnarveislunni. Við keyptum skírnartertu hjá bakara hérna rétt hjá. Við fundum mynd á netinu af tertu sem okkur fannst flott og sýndum honum. Honum þótti þetta nú voðalega mikið vesen og röflaði einhver ósköp, en þetta varð nú mjög fínt hjá honum.
Jæja best að fara að henda sér í sófann.
Kveðja
Gummi, Ragga, Auður Elín og Ágúst Ægir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2012 | 21:19
Jól og áramót
Kæru bloggvinir
Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár. Frúin áttaði sig á því í miðri þessari viku að hún hafði gleymt að skrifa blogg síðasta sunnudag. Það er svona þegar það eru svona margir helgidagar, þá fer allt í vitleysu. Við vonum að dyggir lesendur okkar fyrirgefi okkur þessi mistök.
Við erum búin að hafa það mjög gott um jólin. Borða góðan mat og hafa það notalegt. Við fengum senda skötu og hangikjöt að heiman og það var náttúrlega bara meiriháttar. Ótrúlegt hvað manni finnst muna miklu að hafa mat að heiman þegar maður getur ekki verið á staðnum. Auður var alveg að rifna úr spenningi yfir öllum pökkunum. Hún fékk að opna pakkana sem bróðir hennar fékk og vildi líka opna okkar pakka. Hún fór að spá í því á aðfangadagskvöld hvenær jesús kæmi eiginlega. Sennilega af því að það var búið að tala svo mikið um alla jólasveinana sem komu.
Það kom smá snjór rétt fyrir jól og var farinn aftur jóladag. Svo við getum ekki kvartað yfir að hafa ekki haft hvít jól. Það var auðvitað mjög fallegt að hafa smá snjó. Síðan hefur verið hálf hráslagalegt og rigning. Við vonum að það viðri sæmilega á morgun, svo maður geti allavega farið aðeins út og skjóta upp smá flugeldum. Auður er líka mjög spennt yfir því, en það er spurning hvort hún verði ekki bara skelfingu lostin þegar þetta fer að puðrast upp. Hún er nú yfirleitt frekar lítil í sér. Hún hefur verið ansi pirruð síðustu daga. Sennilega af því hana vantar að komast í rútínurnar í leikskólanum og svo af því henni finnst frekar pirrandi að við getum ekki sinnt henni á sama hátt og áður en hún eignaðist litla bróðir. Hún vill fá athygli strax og hún biður um það og finnst ekki mjög gott að þurfa að bíða. En henni virðist nú finnast hann mjög spennandi og vill ekki missa hann.
Litli bróðir hefur ekkert verið að stressa sig mikið á jólunum. Það er fyndið hvað hann virðist vera allt öðruvísi en Auður var. Allavega akkúrat núna. Hann er miklu æstari í skapinu og fer á háa c við minnstu vandræði. Hann nennir ekkert að hafa of mikið fyrir hlutunum, svo ef hann fær ekki mjólk um leið og hann byrjar að sjúga, þá fer hann yfirum. Það er ótrúlega fyndið að upplifa muninn.
Presturinn sem á að skíra, kom í heimsókn á föstudaginn. Hann er voða almennilegur, en okkur finnst hann nú frekar gamaldags. Þetta er nú samt ungur maður.
Á morgun koma svo Guðný, Óli og börn í mat. Auður er orðin mjög spennt að fá Arndísi vinkonu sína í heimsókn. Spurning hvort þær eiga eftir að geta leikið saman án þess að rífast mjög mikið. Við buðum svo líka eldri konu sem við erum nýlega búin að kynnast. Hún hefur engin samskipti við börnin sín og átti því að vera ein annað kvöld. Hún var voða fegin að fá að vera hjá okkur. Auði líkar mjög vel við hana og hefur verið í pössun hjá henni einu sinni.
Jæja ætli sé ekki best að fara að slappa af fyrir átök morgundagsins.
Áramótakveðja
Tisetgengið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)