Litlir kassar

Kæru bloggvinir

Enn lætur sumarveðrið bíða eftir sér. Það er svo sem ágætt þar sem maður hefur haft nóg að gera að pakka upp úr kössum og fara á ruslahaugana. Við erum búin að þvælast um landið að kaupa ódýr notuð húsgögn. Nú vantar okkur víst bara bókahillur og þá getum við klárað síðustu kassana. Við erum nú búin að reyna að fara út á hverjum degi og finna eitthvað að gera, þrátt fyrir veðrið. Við erum að vona að það fari eitthvað að rofa til í veðrinu í næstu viku. En maður veit nú aldrei.

Börnin hafa haft mjög gott af því að flytja. Þau eru orðin mun betri að leika sér saman. Sennilega af því að þau hafa möguleikann á að fara inn í sitt hvort herbergið ef þau nenna ekki að vera saman. Ágúst er allavega mjög góður að fara inn í herbergið sitt. Við fórum og skiluðum Arndísi á fimmtudaginn og fórum í IKEA í leiðinni. Það er nú venjulega ekkert skemmtiefni, en þetta gekk vel, það voru ekki svo margir og við fengum marga góða hluti. Svo komust börnin í boltaland líka. Það var víst ekki svo slæmt.

Við fórum í leiðangur í vikunni og keyptum notað hjól fyrir Auði. Hún hefur átt mjög erfitt með að læra að hjóla og foreldrarnir nú heldur ekki þeir þolinmóðustu. En það fannst hjól fyrir hana og svo var farið í æfingar. Hún hefur greinilega verið að æfa sig í skólanum því hún er næstum farin að geta hjólað. SMá vandræði við að fara af stað og stoppa. En við verðum bara að æfa í sumarfríinu og vona að þetta komi þá allt saman. Móðirin átti nú líka mjög erfitt með að læra þessa lyst, svo barnið hefur þetta ekki frá ókunnugum. Svo er bara að fara að venja Ágúst við að hjóla, svo hann lendi ekki í sama veseni. En hann er nú heldur ekki svo jafnvægislaus eins og systir hans.

Það hefur verið nóg að gera hjá börnunum um helgina. Krakkarnir hér við hliðina hafa ekki verið heima, en komu í dag og það hefur verið rennirí hér í allan dag.

Jæja ætli sé ekki best að fara að slaka á.

Kveðja frá stórbænum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband