Blástur

Kæru bloggvinir

Hér blæs hressilega í dag. Það er því frekar kuldalegt. En það hlýtur nú að fara að hlýna eitthvað. Það hefur verið næturfrost hingað til. 

Annars er hér allt við það sama. Bóndinn var búinn að vera eitthvað slappur og var rekinn til læknis á mánudaginn. Það kom þá í ljós að hann var kominn með lungnabólgu. Hann er nú eitthvað að hressast. Krakkarnir eru kvefaðir til skiftis. Það lagast ekki núna þegar þau fara að vera meira úti og kannski gleyma að klæða sig almennilega. Auður Elín er allavega ekki neitt sérstaklega góð að muna að klæða sig. Við fórum í það í gær að taka til hér á bak við og gera klárt á leiksvæðinu. Hún fór aðeins að hjóla, en hún hefur ekki þolinmæði í að finna út úr því. Frúin ætlaði líka að fara að hjóla, en það finnst hvergi lykillinn að lásnum á hjólinu, svo hún komst hvorki lönd né strönd. Ágúst var búinn að koma sér fyrir í barnastólnum og var tilbúinn. Hann var frekar óhress með ekki að komast út að hjóla. Lyklarnir eru algjörlega gufaðir upp, svo í versta falli verður að saga lásinn. Auður fýlar vel að geta verið meira úti, en hún er nú ekkert sérstaklega góð að leika ein úti. Hún er orðin duglegri að dunda sér í herberginu sínu. Og það er náttúrlega bara gott.

Moldvarpan, vinkona okkar hefur eitthvað verið að færa sig til. Við höldum kannski að hún sé að flytja. Það væri allavega sársaukalaust af okkar hálfu. Það er ekki farið að spretta mikið, enda vantar meiri hita til þess. 

Frúin þarf að vinna á morgun og hinn og börnin fara í pössun. Við eigum ekkert frí inni, svo þá er ekki annað að gera en að vinna. En það reddast nú sennilega.

Í morgun var opið hús á bóndabæ hérna rétt hjá og við fórum að kíkja. Það var mjög spennandi. Auður fór að hoppa í hálmböggum og fannst það nú ekki leiðilegt. Það var hægt að klappa kálfum og kíkja á kusurnar. Það átti svo að hleypa beljunum út um hádegið. Við drifum okkur nú heim áður en það gerðist því það var orðið svo troðið af fólki. Auður er heldur ekkert sérstaklega hrifin af því þegar það eru mikil læti, svo okkur þótti best að fara bara heim. 

Jæja best að fara að sinna börnum og búi

kveðja

Gummi, Ragga, Auður Elín og Ágúst Ægir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband