Sendið sólina til okkar strax

Kæru bloggvinir

er ekki kominn tími á að við fáum eitthvað af allri þessari sól sem þið eruð búin að hafa í allt sumar. VIð vorum farin að vona að við fengjum gott síðsumar, en neinei, það rignir allavega eldi og brennisteini í dag. Það hefur aðeins sést til sólar í vikunni, en þá er maður í vinnunni og nýtur þess ekki.

Í gær fórum við á dagskrá í bænum sem skólinn hennar Auðar er. Þar var boðið upp á að skoða kýr og kálfa, ríða á hesti og margt fleira. Það var nóg að gera fyrir krakkana, svo þetta var ódýr skemmtun fyrir þau. Og við fengum pásu á meðan.

VIð komumst að því í morgun að þakið fyrir ofan svefnherbergið okkar hjónanna er óþétt og það lekur inn í svefnherbergi þegar það rignir mikið. Fyrst héldum við að krakkarnir hefðu hellt vatni á gólfið, en svo sáum við í morgun að það kom vatn úr loftinu, svo það var sett fata á gólfið. Sem betur fer lekur það ekki akkúrat þar sem rúmið er, en niður á gólfið. Það væri nú fallegt að fá vatn í hausinn á hverri nóttu. Húseigandinn er í fríi, svo við verðum að vona að það slakni eitthvað á rigningunni á næstunni. Við komumst ekki inn á loftið fyrir ofan herbergið. Það er eitthvað voða skrýtið. Það er annars risaloft hérna og maður getur staðið uppréttur.

Annars hefur ekki margt boðið til tíðinda. Við erum fairn að fá smá tómatauppskeru. Við fengum að geyma tómatana okkar hjá Evu og svo fáum við kannski líka grasker. ANnað hefur ekki vaxið almennilega í sumar. Þeir sulta graskerin og borða ofan á rúgbrauð. Það er mjög gott. Svo er auðvitað líka hægt að gera bæði súpu og ýmislegt úr graskerjum.

Það var ömmu og afadagur í leikskólanum hjá Ágústi á föstudaginn. Við réðum Evu í að vera amma. Þau sýndu víst einhvern dans og elduðu brauð á báli. Þetta var víst hin besta skemmtun. Ágúst er nú ekki smeykur við að stilla sér upp fyrir framan aðra og sýna danstaktana.

Í gærmorgun var brunað til Þýskalands til að fá klippingu fyrir karlana. Það var komin heilmikil biðröð, 10 mínútum áður en þær opnuðu. VIð þurftum að bíða í klukkutíma. En það kostar líka bara 1000 karl íslenskar að fá klippingu. Maður er orðinn rosa góður að útskýra karlaklippingu á þýsku. Og svo blaðra þær alveg stanslaust á þýsku og maður skilur ekki baun. En þeim virðist ekki skipta það neinu máli.

Jæja best að fara að huga að kvöldmatnum. Kannski verður hægt að koma einhverju á grillið, svona á milli skúra.

Kveðja

Gramgengið

En jæja best að fara að huga að kvöldmat


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband