jólaundirbúningur

kæru bloggvinir

 

Börnin gangast mikið upp í jólaundirbúningi. Auður varð gríðarlega ánægð þegar það var opnað fyrir jólamúsíkina 1. desember. Hún var búin að bíða spennt. Við hlustum mikið á jóladiska í bílnum. Við eigum ekki svo marga,en hún kann mörg lög utanað. Ágúst er músikalskur eins og við hin og er fljótur að læra texta. Hann er víst að brillera í leikskólanum með hæfileikum sínum.

Það er búið að vera nóg að gera í dag í félagslífinu. Ágúst fékk vin sinn frá leikskólanum í heimsókn í morgun. Við fórum út að leika, sem var nú ágætt, því þessi vinur hans er ansi fjörugur. Á meðan við vorum úti, bökuðu bóndinn og Auður Elín piparkökur. Það þurfti svo að skreyta þær. Börnin misstu nú fljótlega þolinmæðina, en skreyttu nokkrar kökur. Svo gerðum við líka haframjölskökur. Það eru svona hrákökur. Gríðarlega girnilegt, en börnunum finnst þetta mjög gott. Inn á milli þessa var svo soðin rabarbarasulta fyrir jólin. Það eru engin jól án sultu sko.

Frúin er búin að ná sér í kvefdrullu, þá fyrst í vetur.Hún er búin að missa röddina, það er gríðarlega heppilegt fyrir konu í hennar starfi.  Börnin hafa sloppið nokkur vel, bæði við kvef, lús og njálg, sem gengur reglulega yfir í skóla og leikskóla.

Eftir hádegi í dag þurfti Auður að viðra sig og Ágúst fór með. Við hittum aðra vinkonu Ágúst Ægis úti á leikvelli. Það er nú ekki þannig að það séu mörg börn úti að leika, svona venjulega, svo þetta var nokkuð óvanalegt.

Við náðum rétt svo heim, áður en nágrannabörnin komu. Þau hafa greinilega ekki hreyft sig mikið um helgina, því þau hlupu hér um allt, eins og algjörir vitleysingar. Þau stoppuðu sem betur fer ekki lengi. Það er mjög mismunandi hversu mikið þau koma hingað. Yngsti strákurinn kemur nokkuð oft, en getur oft ekki stoppað, því hann saknar mömmu sinnar svo mikið. Eða svo segir hann. Það er mjög gott að þau hafi einhvern að leika við, en það væri auðveldara ef þetta dreifðist betur.

Auði fer heilmikið fram í reiðmennskunni. Hún fer þó bara fetið ennþá, en eins og með allt annað, þá byrjar hún að brokka þegar henni hentar. Það er búið að lofa henni reiðstígvélum og nýjum reiðbuxum ef hún heldur áfram að vera svona dugleg. Það veitir ekki af að æfa jafnvægið. Hún hefur því miður erft jafnvægisleysi móðir sinnar, ásamt gríðarlegum almennum lipurleika.

Það er verið að sýna íslenska sakamálaþætti, bæði í sjónvarpinu hérna og á netflix. Við erum nýbúin með seríu sem heitir morð í Reykjavík og nú eru þeir að sýna ófærð. Það er voða sniðugt að sjá þætti á móðurmálinu.

Jæja ætli sé ekki best að fara að skríða í bælið

Kveðja frá Gramgenginu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband